Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1996, Side 30

Andvari - 01.01.1996, Side 30
28 EINAR ÓLAFSSON ANDVARI maður þess, Brynjólfur varaformaður, Ársæll ritari og meðstjórnend- ur Haukur Björnsson og Vilhjálmur S. Vilhjálmsson. Kommúnistunum þótti það nú orðið há sér nokkuð að hafa ekki málgagn. En 1. maí 1924 kom út fyrsta tölublað Rauða fánans, málgagns Sambands ungra kommúnista, og kom það út óreglulega til ársins 1927, sjö tölublöð. Fimmta þing Kominterns var haldið sumarið 1924 og kom í hlut Brynjólfs að sitja það fyrir hönd íslensku kommúnistanna. Ekki fer slíkum sögum af þeirri Moskvuför Brynjólfs sem hinni fyrstu, enda var nú orðið auðveldara að komast til Rússlands. Á þessu þingi var í fyrsta sinn samþykkt sérstök ályktun um ísland. Sambandið við Komintern var nú orðið reglulegt enda var Samband ungra komm- únista í Alþjóðasambandi ungra kommúnista. Ekki veit ég hvort Brynjólfur átti einhvern þátt í að semja þessa ályktun, en auðvitað er það líklegt. Ályktunin er einhvers konar málamiðlun, eins og til að styggja ekki Ólaf Friðriksson. Ekki var kveðið beint upp úr um hvort kommúnistar skyldu yfirtaka Alþýðu- flokkinn og gera hann að kommúnistaflokki, eins og virðist hafa ver- ið hugmynd Ólafs, eða stofna sérstakan kommúnistaflokk. Hins veg- ar var andstöðuarmurinn hvattur til að skipuleggja sig samkvæmt kommúnískum skipulagsreglum. Ekki mun Ólafur hafa verið fylli- lega sáttur við þessa ályktun.17 Það dró æ meira sundur með ungkommúnistunum og Ólafi Frið- rikssyni og hefur heimkoma þeirra Brynjólfs og Ársæls trúlega frek- ar flýtt því uppgjöri. Hins vegar var Ólafur foringi vinstri manna í Alþýðuflokknum og því þótti yngri mönnunum nauðsynlegt að halda friðinn og hafa samstarf við hann. Ýmsir eldri félagar, sem aðhylltust hina róttækari stefnu, reyndu líka að miðla málum. Stofnun komm- únistaflokks var þá ekki tímabær að mati kommúnistanna, heldur vildu þeir stefna að því að koma upp skipulögðum kommúnískum andstöðuarmi í Alþýðuflokknum og vinna að því að gera verkalýðs- félögin og samband þeirra óháð stjórnmálaflokkum. Á Alþýðusam- bandsþingi haustið 1924 var Félagi ungra kommúnista í Reykjavík meinuð innganga í sambandið og útgáfa Rauða fánans fordæmd. Sama haust var gerð sú tilraun til að miðla málum milli Ólafs og kommúnistanna að mynda sérstakan umræðuvettvang, Fræðslufélag kommúnista. Þegar fram í sótti hefur félagið þó frekar orðið til að skerpa ágreininginn en stuðla að sættum. Það starfaði aðeins eitt ár, til hausts 1925.18
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.