Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1996, Side 33

Andvari - 01.01.1996, Side 33
andvari BRYNJÓLFUR BJARNASON 31 Ekki hafði Brynjólfur í neitt hús að venda til lífsafkomu þegar hann kom heim. Ársæll stóð betur að vígi því að hann hafði lokið námi í trésmíði og fékk oft vinnu við þá iðn en stundaði annars skrif- stofustörf, lengst af í Reykjavík en um fimm ára skeið í Kaupmanna- höfn, á árunum 1930-35. Brynjólfur hafði gert sér vonir um að kom- ast að við kennslu í náttúrufræði við Menntaskólann í Reykjavík og reyndar hafði kennari hans í dýrafræði í Kaupmannahöfn hvatt hann til að ljúka námi sem fyrst svo hann gæti tekið við af Bjarna Sæ- mundssyni, sem þá var að láta af störfum. Vissulega átti Brynjólfur eftir að taka lokapróf, en þó taldi hann að pólitískar ástæður hefðu legið til þess að hann fékk ekki stöðu við Menntaskólann. Þar kom við sögu málshöfðun og skilorðsbundinn fangelsisdómur út af guð- lasti í umsögn sem Brynjólfur skrifaði í Alþýðublaðið snemma árs 1925 um Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson. Gaf Brynjólfur út baekling eftir að dómur féll til að skýra mál sitt. Til framfærslu urðu ýmis íhlaupastörf. Hann fékk reyndar stunda- kennslu við Kvennaskólann eftir að hann kom heim, en það var að- eins hlutastarf. Eitt sumar var hann við sfldarsöltun í Ingólfsfirði á Ströndum. Stundum var hann á sumrum föður sínum til aðstoðar við heyskap. Málakennslu stundaði hann eitthvað í einkatímum og haustið 1927 gekk hann til samstarfs við Hendrik Ottósson um mála- kennslu. Hendrik varð seinna kunnastur sem fréttamaður við Ríkis- útvarpið, en ekki var sú staða trygg. Málakennsluna stunduðu þeir í foreldrahúsum Hendriks að Vesturgötu 29 og bjuggu þar báðir þar til Brynjólfur gifti sig. Heldur var þetta ótryggt til framfærslu fjöl- skyldu þótt ekki væri hann eina fyrirvinnan. Hallfríður aflaði líka tekna, aðallega við afgreiðslustörf og saumaskap, samhliða margvís- legum félagsstörfum. Hún var virk í Kommúnistaflokknum en drýgst munu hafa orðið störf hennar að málefnum kvenna. Er af störfum hennar og margra samtíöarkvenna hennar mikil saga en að mestu óskráð eða óbirt. Eftir þingkosningar 1927 tók við minnihlutastjórn Framsóknar- flokksins, en hún naut hlutleysis Alþýðuflokksins. í þessari stjórn varð Jónas frá Hriflu ráðherra og hafði meðal annars dómsmál og menntamál á sinni könnu. Hann varð mjög liðlegur með stöðuveit- lrtgar til Alþýðuflokksmanna, þótt það væri kannski ekki af greiða- semi einni, og nutu hinir róttækari líka góðs af því. Eftir að Jónas varð ráðherra fór Brynjólfur að eigin sögn á fund hans í sambandi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.