Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 33
andvari
BRYNJÓLFUR BJARNASON
31
Ekki hafði Brynjólfur í neitt hús að venda til lífsafkomu þegar
hann kom heim. Ársæll stóð betur að vígi því að hann hafði lokið
námi í trésmíði og fékk oft vinnu við þá iðn en stundaði annars skrif-
stofustörf, lengst af í Reykjavík en um fimm ára skeið í Kaupmanna-
höfn, á árunum 1930-35. Brynjólfur hafði gert sér vonir um að kom-
ast að við kennslu í náttúrufræði við Menntaskólann í Reykjavík og
reyndar hafði kennari hans í dýrafræði í Kaupmannahöfn hvatt hann
til að ljúka námi sem fyrst svo hann gæti tekið við af Bjarna Sæ-
mundssyni, sem þá var að láta af störfum. Vissulega átti Brynjólfur
eftir að taka lokapróf, en þó taldi hann að pólitískar ástæður hefðu
legið til þess að hann fékk ekki stöðu við Menntaskólann. Þar kom
við sögu málshöfðun og skilorðsbundinn fangelsisdómur út af guð-
lasti í umsögn sem Brynjólfur skrifaði í Alþýðublaðið snemma árs
1925 um Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson. Gaf Brynjólfur út
baekling eftir að dómur féll til að skýra mál sitt.
Til framfærslu urðu ýmis íhlaupastörf. Hann fékk reyndar stunda-
kennslu við Kvennaskólann eftir að hann kom heim, en það var að-
eins hlutastarf. Eitt sumar var hann við sfldarsöltun í Ingólfsfirði á
Ströndum. Stundum var hann á sumrum föður sínum til aðstoðar við
heyskap. Málakennslu stundaði hann eitthvað í einkatímum og
haustið 1927 gekk hann til samstarfs við Hendrik Ottósson um mála-
kennslu. Hendrik varð seinna kunnastur sem fréttamaður við Ríkis-
útvarpið, en ekki var sú staða trygg. Málakennsluna stunduðu þeir í
foreldrahúsum Hendriks að Vesturgötu 29 og bjuggu þar báðir þar
til Brynjólfur gifti sig. Heldur var þetta ótryggt til framfærslu fjöl-
skyldu þótt ekki væri hann eina fyrirvinnan. Hallfríður aflaði líka
tekna, aðallega við afgreiðslustörf og saumaskap, samhliða margvís-
legum félagsstörfum. Hún var virk í Kommúnistaflokknum en drýgst
munu hafa orðið störf hennar að málefnum kvenna. Er af störfum
hennar og margra samtíöarkvenna hennar mikil saga en að mestu
óskráð eða óbirt.
Eftir þingkosningar 1927 tók við minnihlutastjórn Framsóknar-
flokksins, en hún naut hlutleysis Alþýðuflokksins. í þessari stjórn
varð Jónas frá Hriflu ráðherra og hafði meðal annars dómsmál og
menntamál á sinni könnu. Hann varð mjög liðlegur með stöðuveit-
lrtgar til Alþýðuflokksmanna, þótt það væri kannski ekki af greiða-
semi einni, og nutu hinir róttækari líka góðs af því. Eftir að Jónas
varð ráðherra fór Brynjólfur að eigin sögn á fund hans í sambandi