Andvari - 01.01.1996, Qupperneq 34
32
EINAR ÓLAFSSON
ANDVARI
við atvinnuleit sína og tók Jónas honum vel og var skrafhreifinn við
hann, en ekki fékk Brynjólfur neina atvinnu beinlínis vegna þessara
viðræðna. Petta var víst í fyrsta og síðasta skipti sem þeir Jónas
ræddust við nokkuð að ráði. En einn þeirra Alþýðuflokksmanna,
sem Jónas útvegaði stöðu, var séra Ingimar Jónsson, sem varð skóla-
stjóri Gagnfræðaskóla Reykjavíkur þegar hann tók til starfa að und-
irlagi Jónasar haustið 1928. Brynjólfur fór á fund séra Ingimars og
fékk stundakennarastöðu hjá honum. Meðal annarra kennara við
skólann voru Þórbergur Þórðarson og Sigfús Sigurhjartarson. Hvort
Brynjólfur fékk þetta starf fyrir ábendingu Jónasar eða með vitund
hans veit ég ekki. I ævisögu Jónasar birtir Guðjón Friðriksson glefsur
úr bréfi Einars Olgeirssonar til Stefáns Pjeturssonar í apríl 1928 og
þar segir Einar að Ársæll starfi lítið og Billinn - en það var gælunafn
sem félagar Brynjólfs notuðu stundum - sé einn að heita má „og
hann virðist eiga undir Jónasi Jónssyni hvort hann fær stöðu til að
lifa við, annars hefur litið svo út sem hann yrði að hætta afskiptum af
pólitík, bara til að geta lifað.“ Rétt um það leyti var Alþingi að sam-
þykkja lög um Síldareinkasölu ríkisins og var Einar ráðinn einn af
framkvæmdastjórum hennar, að einhverju leyti að tilhlutan Jónasar.
Þeir veltu því fyrir sér, félagarnir, hvort Einar ætti að taka við þessari
stöðu, sáu hættuna en líka ýmsa möguleika. Hafi Jónas ætlað að
„kaupa“ Einar var það vonlaust, eins og ljóst varð hálfu þriðja ári
seinna. En Brynjólfur naut góðs af þessari stöðu Einars því að hann
fékk sumarvinnu við að efnagreina síld og var það með samþykki
Jónasar.20 En þótt Jónas hafi verið naskur er ekki víst að hann hafi
gert sér grein fyrir hversu mikil gróðrarstía kommúnismans var á
Siglufirði. Nú voru tveir mikilhæfustu foringjar kommúnista komnir
þangað og þarna kynntist Brynjólfur félögum sem hann átti eftir að
hafa náið samband og samstarf við ævilangt. Jón Rafnsson var sum-
arið 1928 á síldarbát, sem lagði upp á Siglufirði, og hefur hann rifjað
upp verkalýðsbaráttu þessara ára í bók sinni Vor í verum. Meðal
annarra, sem Brynjólfur kynntist þarna, voru Þóroddur Guðmunds-
son, Aðalbjörn Pétursson og hjónin Gunnar Jóhannsson og Stein-
þóra Einarsdóttir auk margra annarra. Auk þeirra komu þangað
margir kommúnistar í síldarvinnu á sumrin. Hvergi urðu fleiri fé-
lagar í Kommúnistaflokknum utan Reykjavíkur en á Siglufirði, 89
voru þeir árið 1932.
Þar kom að Jónas frá Hriflu sá að ekki yrðu allir kommúnistar