Andvari - 01.01.1996, Page 35
andvari
BRYNJÓLFUR BJARNASON
33
sigraðir með vinahótum. Haustið 1930 var sett í reglur um stjórn og
aga í skólum landsins ákvæði um að nemendur mættu ekki hafa af-
skipti af stjórnmálum og pat það varðað brottvísun úr skóla. Þessu
ákvæði var beitt þegar Asgeiri Blöndal Magnússyni var vísað úr
Menntaskólanum á Akureyri vegna greinar sem hann hafði skrifað í
Rétt. Það kom svo í hlut Brynjólfs Bjarnasonar að afnema þetta
akvæði í ráðherratíð sinni sextán árum seinna.
Innan mánaðar eftir að Kommúnistaflokkurinn var stofnaður var
Einari vikið úr stöðu framkvæmdastjóra Síldareinkasölunnar og þá
var búið með þessa sumarvinnu Brynjólfs, sem var það vel launuð að
hann munaði um hana. Hann átti þó enn eftir að fara á sfld til Siglu-
fjarðar mörg sumur eftir þetta ásamt konu sinni, einnig eftir að hann
varð þingmaður. Kennarastöðurnar entust ekki heldur lengi úr
þessu. Við Ingimarsskólann kenndi hann til 1932 en ári lengur við
Kvennaskólann. Hófst nú aftur snapavinna og stóð svo allt til þess
hann varð ráðherra haustið 1944. Ekki varð veruleg breyting á þótt
hann yrði þingmaður því að þingfararkaup var lágt og rann auk þess
hl flokksins. Hann fékk hins vegar einhver laun sem starfsmaður
Hokksins. Stundum vann hann hjá því merkilega olíusölufélagi
Nafta. Eftir að Einar Olgeirsson kom suður atvinnulaus stóð hann
íyrir stofnun þessa fyrirtækis, sem verslaði með olíu frá Sovétríkjun-
um, en hlutverk þess var í rauninni að sjá félögunum fyrir vinnu og
h'fsviðurværi. Á stríðsárunum fór Brynjólfur í Bretavinnuna eins og
niargir aðrir og um skeið vann hann hjá félaga sínum, Guðjóni Bene-
diktssyni múrara, sem hafði fengið land á Kjalarnesi til mótekju, en
§ert var ráð fyrir kolaskorti vegna stríðsins. Vegna lítilla auraráða
hröktust þau Hallfríður úr einu húsnæði í annað þar til þau fengu
herbergi og eldhús hjá móður Hallfríðar og stjúpa að Brekkustíg
14B. Eftir að nýsköpunarstjórnin var mynduð þótti forsætisráðherr-
anum, Olafi Thors, þetta húsnæði samráðherra síns ekki viðunandi
og bauð honum að búa í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Brynj-
°lfur afþakkaði það, en fjárhagur hans vænkaðist þó svo að hann gat
bVggt við stofu sína á Brekkustíg.
2 Andvari 96