Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1996, Side 38

Andvari - 01.01.1996, Side 38
36 EINAR ÓLAFSSON ANDVARI tækifærissinnana svokölluðu fyrir að hafa ekki verið nógu vakandi fyrir skaðsemdaráhrifum Alþýðuflokksforingjanna, vanrækt að af- hjúpa þá og vanmetið forystuhlutverk Kommúnistaflokksins. Þótt í þessum greinum birtist í aðalatriðum sú stjórnlist, sem Brynjólfur hélt alltaf fast við, var hann líklega ekki að öllu sáttur við þær þegar frá leið, einkum ýmislegt orðalag og áherslur sem lituðust af tíðarandanum. Hann sagði það síðar, að það hafi að sjálfsögðu verið rangt hjá þeim og vægast sagt óheppilegt að kalla krataforingj- ana sósíalfasista. En þegar orð og gerðir fyrri tíma eru skoðuð verð- ur að átta sig á aðstæðum og tíðarandanum, og á þeim tíma hafði orðið fasisti til dæmis annan hljóm en nú, enda voru hin verstu ógn- arverk fasismans óframin þá. Að mati vinstri mannanna eða réttlínumannanna í flokknum var samfylking með krataforingjum hættuspil, af því að þeir legðust á sveif með borgaraflokkunum gegn byltingarflokknum þegar í harð- bakkann slægi. Þess vegna var það ekki deila um keisarans skegg hvort sósíaldemókratar væru höfuðstoð borgarastéttarinnar, eins og oft kvað við í deilunum á fjórða áratugnum. Þorsteinn Pjetursson, sem var mjög virkur í flokknum á þessum tíma og tók afstöðu með tækifærissinnunum svokölluðu, áleit ástæð- una fyrir deilunum hafa fyrst og fremst verið þá, að þegar Stefán Pjetursson kom heim hafi hann skipað sér í flokk með Einari. Þeir Einar og Brynjólfur hafi óumdeilanlega verið aðalforystumenn flokksins. Og þó að þeir væru um marga hluti mjög ólíkir menn, þá hafi samkomulagið á milli þeirra verið mjög gott, og þeir bætt hvor annan upp. En nú hafi sú hætta skapast, að ef þeir Einar og Stefán sneru bökum saman, þá mundu þeir á skömmum tíma verða allsráð- andi í flokknum og áhrif Brynjólfs minnka að sama skapi.22 Hvað sem því líður má líklega rekja ágreininginn, sem birtist í þessum innanflokksdeilum, aftur fyrir stofnun Kommúnistaflokksins, þegar Einar Olgeirsson og fleiri álitu skynsamlegt að stofna hreyf- ingu vinstrisósíalista. Hinn gamli félagi Einars, Stefán Pjetursson, var þá í Berlín, og að sögn Þorsteins Pjeturssonar lagðist hann á sveif með Einari í bréfum þaðan.23 Jónas Árnason hefur rifjað upp kynni sín af Brynjólfi og þeim Ein- ari báðum löngu eftir að þetta var.24 „Ég heimsótti Billann oft,“ sagði hann. „Það var stutt yfir á Brekkustíg til hans, og hann gaf sér alltaf tíma til að ræða við mann um skemmtilega hluti. Það er mikil heið-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.