Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1996, Page 46

Andvari - 01.01.1996, Page 46
44 EINAR ÓLAFSSON ANDVARI framfæri, annar vettvangur bauðst ekki. Þegar litið er yfir þann mál- flutning, sem birtist á vettvangi flokksins, er ljóst að hann nálgast þá stefnu sem nú hafði verið tekin í Moskvu.31 I stefnumarkandi grein, sem Brynjólfur skrifaði í Þjóðviljann 22. október 1939, talaði hann um þýska nasismann sem erkióvininn en minnti líka á að breska auð- valdið væri sterkasti óvinurinn, en því höfðu kommúnistar alltaf haldið fram. En stríðið væri „imperíalistísk styrjöld landvinninga- þyrstra stórvelda,“ og var það í samræmi við þá stefnu sem nú barst frá Moskvu. Þrem árum seinna, á þriðja þingi Sósíalistaflokksins, eft- ir að þýski herinn réðst á Sovétríkin, sagði Brynjólfur, að með því hefði heimsstyrjöldin gerbreytt um eðli og þar með hefðu líka ger- breyst öll viðhorf og verkefni verkalýðsflokka um allan heim. Þessir atburðir mögnuðu upp mikið ofstæki gagnvart Sósíalista- flokknum og þingmenn hinna flokkanna samþykktu ályktun um að Alþingi væri óvirðing gerð með setu þingmanna Sósíalistaflokksins þar. Islandsdeild norræna þingmannasambandsins lýsti þá brottræka úr sambandinu. Og vorið 1940 fluttu Jónas frá Hriflu, Pétur Ottesen og Stefán Jóhann Stefánsson tillögu á Alþingi sem í raun fól í sér að félagar í Sósíalistaflokknum, þó þeir væru ekki beinlínis nefndir, yrðu sviptir öllum trúnaðarstörfum og borgaraleg réttindi þeirra þar með stórskert. Nokkrir þingmenn komu þó í veg fyrir að tillagan færi í gegn óbreytt. En í raun var þingmönnum sósíalista haldið algerlega utan við þingstörfin, öll mál sem þeir fluttu voru svæfð í nefndum og aðrir þingmenn viku úr salnum þegar þingmenn sósíalista tóku til máls. Þeir neyttu þá þess ráðs að halda langar ræður og þreyttu þing- ið svo að það gafst upp á þessari aðferð. Það má merkilegt heita hversu lítt skaddaður flokkurinn komst út úr þessum raunum. En að vissu leyti gerðu þessar ofsóknir honum léttara að komast yfir það rof sem varð á rökréttri þróun samfylking- arstefnunnar, því að flokkurinn losnaði í rauninni við frumkvæðið. Eftir að búið var að mynda hinn nýja flokk og samfylkingin hafði þannig náð mikilvægum áfanga magnaðist andóf forystumanna hinna flokkanna, Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins, gegn kommún- istum þannig að áframhaldandi samfylkingarviðleitni við flokkana sem slíka var tómt mál. Og nú var Alþýðuflokkurinn í fyrsta sinn í stjórn með Sjálfstæðisflokknum, en aðeins fimm árum áður hafði hann í fyrsta sinn átt aðild að ríkisstjórn og þá út frá mjög róttækri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.