Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 47
andvari
BRYNJÓLFUR BJARNASON
45
stefnuskrá. Þannig varð í raun samræmi milli veruleikans hér heima
°g þeirrar stefnu sem griðasáttmálinn þröngvaði upp á kommúmsta.
Ríkisstjórnin mótmælti hernámi Breta 10. maí 1940. Sósíahstar
töldu þessi mótmæli formsatriði eitt, ríkisstjórnin hefði vitað um yr
irhugaða hertöku jafnvel mörgum mánuðum fyrr. Sósíalistaflokkur-
inn snerist hins vegar öndverður gegn hernáminu og gagnrýndi rikis-
stjórnina fyrir undanlátssemi við hernámsliðið. Bretai áttu erfitt me
að sætta sig við hina gagnrýnu afstöðu Þjóðviljans til hernáms í sins.
Seint í apríl 1941 var blaðið bannað og allir þrír blaðamenn þess
hnepptir í fangelsi á Englandi fram á sumar. Þegar þeir komu um
borð í skipið sem flutti þá til Englands heyrðu þeir á skipsmonnum
að eitthvað hefði farið úrskeiðis og virtist vanta fjórða mannmn sem
átti að handtaka. Ekki kom fram hver það var, en enginn var heima
á Brekkustíg 14B þetta kvöld. Útgáfubannið stóð fram í mai 1942, en
á meðan tók Gunnar Benediktsson að sér að gefa út blað í stað Þjoð-
viljans, Nýtt dagblað. Þessar aðgerðir munu þó hafa verið tvíbentar
því að þær sköpuðu sósíalistum samúð. ,
Komu bandaríska herliðsins 7. júlí 1941 bar að á annan att. a
bað íslenska ríkisstjórnin opinberlega um hervernd og haf i þa ver
ið í undirbúningi bak við tjöldin um nokkurt skeið. „Nú skil u rnarg
ir hversvegna kosningum til Alþingis hafði verið frestað, sag i
Örynjólfur seinna í erindi um aðdraganda að inngöngu Is arJ s |
NATO. Umboð Alþingis átti að renna út 20. júní 1941, en meinhluti
þingsins tók sér það bessaleyfi að framlengja það. Herverndarsamn-
ingurinn var lagður fyrir Alþingi 9. júlí. í ræðu sinni sagði Brynjoltur
að þessi samningur væri gerður í heimildarleysi og umboðslaust ra
þjóðinni. Engin ríkisstjórn gæti gert ráðstafanir, sem ákvarða orlog
ibúa landsins nú og í framtíðinni, án þess að spyrja þing eða þjóð. n
sú stjórn, sem nú færi með völd á íslandi, væri ekki lögleg stjórn og
Þingið væri jafnólöglegt. „íslenzka þjóðin hefur ekki afsalað ser
neinum réttindum og ekki heldur lýst sig reiðubúna til þess að íela
Randaríkjunum vernd íslands.“ Hann sagði ekkert eins hættu egt
smáþjóð eins og það að eiga allt sitt undir náð eins herveldis. Þa
v«ru endalok á allri sjálfstæðri utanríkispólitík. Sósíalistaflokkurmn
áliti það „skyldu ríkisstjórnarinnar að gera nú þegar tilraun til þess
að fá sameiginlega yfirlýsingu frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Sov
étríkjunum um, að sjálfstæði íslands verði að fullu tryggt og enginn