Andvari - 01.01.1996, Page 56
54
EINAR ÓLAFSSON
ANDVARI
1949. Bróðir hans, Finnbogi Rútur, fyrrum ritstjóri Alþýðublaðsins,
hafði snúist öndverður gegn kröfum Bandaríkjamanna 1945 og var í
framboði fyrir Sósíalistaflokkinn og kjörinn á þing 1949 án þess þó
að ganga í flokkinn. Á árinu 1954 urðu kröfur um vinstra samstarf
háværari, bæði í verkalýðshreyfingunni og í Alþýðuflokknum og
Framsóknarflokknum. Á Alþýðusambandsþingi um haustið höfðu
sósíalistar og vinstri Alþýðuflokksmenn undir forustu Hannibals
samstarf og vorið eftir mæltist Alþýðusambandið til þess að vinstri
flokkarnir könnuðu möguleika á ríkisstjórn sem nyti stuðnings hinna
vinnandi stétta. Enn höfnuðu forystumenn hinna flokkanna sam-
starfi við Sósíalistaflokkinn, eða í það minnsta kommúnistana í þeim
flokki. Haustið 1954 stofnuðu vinstri Alþýðuflokksmenn með sér fé-
lag, Málfundafélag jafnaðarmanna, sem stefndi að vinstra samstarfi.
Ásamt Sósíalistaflokknum stóð það fyrir stofnun kosningasamtaka
undir nafninu Alþýðubandalagið 4. apríl 1956.,7
Alþýðubandalagið bauð fram í þingkosningum 24. júní. Fram að
þessu hafði Einar Olgeirsson verið í efsta sæti og Brynjólfur síðan
1949 í þriðja sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavík, en þegar nú
var raðað á lista Alþýðubandalagsins fékk Hannibal annað sæti list-
ans og félagi hans, Álfreð Gíslason, þriðja sætið. Með því lauk 19 ára
þingferli Brynjólfs. í þessum kosningum mynduðu Framsóknarflokk-
urinn og Alþýðuflokkurinn hræðslubandalagið svokallaða og ætluðu
að ná saman meirihluta á Alþingi. Það tókst þó ekki og þar sem ekki
þótti fært að sinni að taka upp samstarf við Sjálfstæðisflokkinn var
gengið til samninga við Alþýðubandalagið um myndun ríkisstjórnar
með þrjú aðalmarkmið: að færa fiskveiðilögsöguna út í 12 mílur, að
ráðast í alhliða atvinnuuppbyggingu og tryggja atvinnu og kaupmátt
launa og að ganga frá uppsögn herstöðvasamningsins og brottför
hersins, en um það hafði Alþingi samþykkt ályktun 28. mars 1956.
Að kröfu Alþýðuflokksins varð Guðmundur í. Guðmundsson utan-
ríkisráðherra. Um haustið samdi hann við BandaríTcjamenn um að
fresta uppsögn herstöðvasamningsins og notaði heimsástandið sem
átyllu, innrásina í Ungverjaland og Súezdeiluna. Það varð mikill kurr
í Sósíalistaflokknum. Eigi að síður hélt hann áfram stjórnarþátttöku,
enda átti aðeins að vera um frestun þessa máls að ræða og mikilsvert
þótti að ljúka hinum ætlunarverkum stjórnarinnar.
I ræðu eftir slakan árangur Alþýðubandalagsins í bæjarstjórnar-
kosningum í Reykjavík í janúar 1958 deildi Brynjólfur á ríkisstjórn-