Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1996, Síða 66

Andvari - 01.01.1996, Síða 66
HELGI HALLGRÍMSSON Huldumanna genesis íslenskar sagnir um uppruna og eðli huldufólks Spurningin um uppruna huldufólks hefur valdið mönnum heilabrotum frá örófi alda. Hvernig mátti það vera, að til væri fólk, sem var alveg eins skap- að og menn, og hafði flesta hina sömu siði og háttu, en bjó niðri í jörðu, eða í klettum og hólum, og lét ekki sjá sig nema við sérstök tækifæri? Hið merkilega vísdómsrit, Edda Snorra Sturlusonar, segir ekkert um upp- runa álfa. Aðeins er sagt að Ijósálfar búi í Álfheimi, sem er á himnum en dökkálfar í jörðu niðri, „og eru þeir ólíkir þeim sýnum, en miklu ólíkari reyndum. Ljósálfar eru fegri en sól sýnum, og dökkálfar eru svartari en bik.“ Annarsstaðar í bókinni er sagt að dvergar búi í Svartálfaheimi, og virðast þeir því vera taldir til dökkálfa eða svartálfa. Samkvæmt Völuspá urðu dvergar til „úr Brimis blóði og úr Bláins leggj- um“, en í Gylfaginningu Snorra eru þeir sagðir hafa kviknað „í moldunni og niðri í jörðunni, svo sem maðkar í holdi. . en af atkvæði goðanna urðu þeir vitandi manvits og höfðu manns líki og búa þó í jörðu og í steinum.“’ Miðaldakirkjan hafði svör á reiðum höndum varðandi þetta, eins og flest annað í mannlífinu. Hún afneitaði ekki tilveru álfa og huldufólks, enda hefði verið illa stætt á því. Hin opinbera kenning kirkjunnar var hins vegar sú, að birtingar þessara hulduvera væru af völdum illra anda, og jafnvel runnar undan rifjum Satans sjálfs, og bæri því að líta á þær sem vélabrögð þessa hyskis og tilraunir þess til að villa menn og táldraga. Oddur Einarsson biskup í Skálholti (1559-1630) ritar nokkuð um þjóð- trúarverur í íslandslýsingu sinni, sem er talin vera sett saman um 1588, og klykkir út með eftirfarandi orðum: Ennú tekur mér að leiðast að verja meiri vinnu í að þylja upp þessa hluti. Hvort sem þeir gerast nú fyrir hrekkjabrögð, tál og sjónhverfingar Satans, sem yfirleitt virðist vera álit allra sæmilegra viti borinna manna, eða til eru einhverjar skepnur af slíku blendingskyni milli anda og venjulegra lífvera, eins og sumir slá fram, þá er það víst, að ekki eingöngu á íslandi hafa slíkir fyrirburðir verið algengir, heldur einnig í ýms- um öðrum löndum, svo að til einskis er að leita í þeim röksemda til staðfestingar þessum margtuggna heilaspuna um helvíti.2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.