Andvari - 01.01.1996, Qupperneq 66
HELGI HALLGRÍMSSON
Huldumanna genesis
íslenskar sagnir um uppruna og eðli huldufólks
Spurningin um uppruna huldufólks hefur valdið mönnum heilabrotum frá
örófi alda. Hvernig mátti það vera, að til væri fólk, sem var alveg eins skap-
að og menn, og hafði flesta hina sömu siði og háttu, en bjó niðri í jörðu,
eða í klettum og hólum, og lét ekki sjá sig nema við sérstök tækifæri?
Hið merkilega vísdómsrit, Edda Snorra Sturlusonar, segir ekkert um upp-
runa álfa. Aðeins er sagt að Ijósálfar búi í Álfheimi, sem er á himnum en
dökkálfar í jörðu niðri, „og eru þeir ólíkir þeim sýnum, en miklu ólíkari
reyndum. Ljósálfar eru fegri en sól sýnum, og dökkálfar eru svartari en bik.“
Annarsstaðar í bókinni er sagt að dvergar búi í Svartálfaheimi, og virðast
þeir því vera taldir til dökkálfa eða svartálfa.
Samkvæmt Völuspá urðu dvergar til „úr Brimis blóði og úr Bláins leggj-
um“, en í Gylfaginningu Snorra eru þeir sagðir hafa kviknað „í moldunni
og niðri í jörðunni, svo sem maðkar í holdi. . en af atkvæði goðanna urðu
þeir vitandi manvits og höfðu manns líki og búa þó í jörðu og í steinum.“’
Miðaldakirkjan hafði svör á reiðum höndum varðandi þetta, eins og flest
annað í mannlífinu. Hún afneitaði ekki tilveru álfa og huldufólks, enda
hefði verið illa stætt á því. Hin opinbera kenning kirkjunnar var hins vegar
sú, að birtingar þessara hulduvera væru af völdum illra anda, og jafnvel
runnar undan rifjum Satans sjálfs, og bæri því að líta á þær sem vélabrögð
þessa hyskis og tilraunir þess til að villa menn og táldraga.
Oddur Einarsson biskup í Skálholti (1559-1630) ritar nokkuð um þjóð-
trúarverur í íslandslýsingu sinni, sem er talin vera sett saman um 1588, og
klykkir út með eftirfarandi orðum:
Ennú tekur mér að leiðast að verja meiri vinnu í að þylja upp þessa hluti. Hvort sem
þeir gerast nú fyrir hrekkjabrögð, tál og sjónhverfingar Satans, sem yfirleitt virðist
vera álit allra sæmilegra viti borinna manna, eða til eru einhverjar skepnur af slíku
blendingskyni milli anda og venjulegra lífvera, eins og sumir slá fram, þá er það víst,
að ekki eingöngu á íslandi hafa slíkir fyrirburðir verið algengir, heldur einnig í ýms-
um öðrum löndum, svo að til einskis er að leita í þeim röksemda til staðfestingar
þessum margtuggna heilaspuna um helvíti.2