Andvari - 01.01.1996, Side 67
andvari
HULDUMANNA GENESIS
65
Hér víkur Oddur að hugmyndum útlendinga um að eldfjallið Hekla sé inn-
gangur Helvítis, en annars virðist hann dæma hófsamlega um þessi fyrir-
bæri miðað við ýmsa kirkjunnar þjóna á næstu öld, eins og síðar verður
getið.
Skoðun Jóns lærða og ádeila klerka
Þetta viðhorf kirkjunnar manna kemur skýrt fram hjá Guðmundi Einars
syni presti á Staðastað (1568-1647) í ritinu Hugrás, er hann samdi að því er
virðist aðallega til að mótmæla skoðunum Jóns lærða um álfa o.fl. Hugras
hefur ekki verið prentuð, en kafla úr henni (dálítið breyttan) er að finna 1
bókinni Kennimark Kölska, sem Lýður Björnsson gaf út 1976. Meginefm
bókar þeirrar er ritgerðin Charachter bestiœ, sem séra Páll Bjornsson í Sel-
árdal reit árið 1674, en þar er einnig vikið að álfatrú, eftir erlendn heimild.
Nú er það einmitt hjá Jóni lærða Guðmundssyni (1574-1658?) sem vi
finnum fyrst getið kenninga um uppruna huldufólks, sem brjóta í bága við
hinar viðteknu skoðanir kirkjunnar. Kemur það fyrst fram í kvæðinu
FjandafœluJ sem Jón orti árið 1611, til að kveða niður Snæfjalladrauginn
svonefnda. Þar kallar hann huldufólkið „Adams sáð í 56. vísu.
Skemmdar gestir skríða í láð,
skepnum mýgja öllum,
einnin sturla Adams sáð,
álfa kyn vér köllum.
Hér er Jón að tala um hina illu anda (skemmdar-gestina), en Snæfjalla-
draugurinn var að hans áliti í þeirra flokki. Síðan kemur nokkur lýsing a
huldufólkinu í næstu vísum kvæðisins, og hvernig hinir illu andar hrjái það
stundum, líkt og okkur mannfólkið. Þar með er Jón að undirstrika þá skoð-
un sína, að huldufólk geti ekki átt neitt skylt við þessa óhreinu anda eða
»harka-djöfla“, eins og hann nefnir þá líka. í 73. og 74. vísu kemur nánan
skýring á því, hvers vegna Jón kallar álfa sáð Adams.
Höldar spyrja um huldu þing,
hvað nær þetta skeði,
þar hafa aðrir útleggning
eftir sínu geði.
Flestir skírir skrifa það svo,
skjótt með greina versi,
að þegar hann Adam einn sér bjó
þá urðu börnin þessi.
3 Andvari 96