Andvari - 01.01.1996, Side 68
66
HELGI HALLGRÍMSSON
ANDVARI
Þetta skýrist enn frekar af því, sem Jón lærði ritar í Samantektir um skiln-
ing á Eddu (1641),5 en þar segir hann m.a. um „álfakyn“:
En hvað skal um álfakyn halda, sem nú nokkurir um getazt og þræta. . .
Hvað þeir sem fróðastir haldnir voru hér um héldu, að af Adams sæði í jörðu fyrst
kviknað hefði, sem þá var frjó, fersk og ný, þann tíma sem Adam þarfnaðist Evu
konu sinnar, svo lengi eftir fall Abels, hvar um fleira var ennú forkastað etc.
Jón lætur í það skína, að þessa kenningu hafi hann úr erlendum fræðibók-
um, og tilnefnir eina bók „í Líibeck þrykkta“, er hann „sá hjá einum jarð-
fróðum presti“, og telur að frumhöfundur hennar sé Alexander kóngur
Salómonsson. Einnig minnist hann á sköpun dverganna í Gylfaginningu,
sem er á vissan hátt hliðstæð þessari um uppruna huldufóks.
Það er vafalaust rétt hjá Jóni lærða, að þessi kenning um uppruna álfa sé
útlend að uppruna, enda ber hún þess merki að vera runnin undan rifjum
„lærðra manna“ fyrri tíða. (Skýringar þeirra voru oft ótrúlega barnalegar
en þó flóknar á sinn hátt).
Séra Guðmundur Einarsson á Staðastað varpar Ijósi á þetta, með svo-
felldum orðum í fyrrnefndu riti sínu, Hugrás:6
Nú ef þessi doktor (fictor) [þ. e. Jón lærði] fer því fram, að þessi sálarlaus börn hafi
fallið af Adams líkama eftir fallið, og styrkir vísast sögu sína með því sem Lucidarius
skrifar, sem er þetta, að það tilfélli þegar Kain drap bróður sinn Abel. Pað hafi so
fallið Adam til sinnis, að hann hafi sett Evu sinni fjærvistir eftir það í 200 ár.
Lucidarius þessi, sem Guðmundur vitnar til, var vel kunnugt almenningsrit
á miðöldum, upp runnið á 12. öld í Mið-Evrópu, og var m.a. þýtt á dönsku
á 15. öld. Þetta var eins konar kennslubók í kaþólskum rétttrúnaði, en eftir
siðaskiptin var hún enn í miklum metum sem fræðibók hjá almenningi.
Guðmundur velur Jóni hin hæðilegustu orð fyrir þessa skoðun, og segir
m.a.:
Nú kemur J. G. M. þeim þvert á mót [þ.e. hinum lærðu höfundum, sem Guðmundur
vitnar til], og vasar vasklega fram, og kennir einföldum [innskoti sleppt hér], að álfa-
fólkið sé Adams sæði; þó sálarlaust og móðurlaust. Item að það sé guðs börn og hafi
vit á öllu, nema á vélráðum djöfulsins.
Segir Guðmundur líklegast að útsendarar djöfulsins hafi komið þessum, að
hans dómi, fáránlega vísdómi inn hjá Jóni, og að djöfsi sjálfur muni hafa
þetta skáld sér útvalið til legáta og kenniföðurs, meðal þeirra, sem gjarnar trúa lyg-
inni en sannleikanum, að koma þeirri niðurfallinni lygi á fætur aftur.
Guðmundur þykist sjá, að tilgáta Jóns lærða um uppruna álfafólksins geti
leitt „einfaldan almúga til saurlífis og fyrirboðinnar lostagirndar“, og
útmálar þá hættu með mörgum orðum. Síðast en ekki síst telur hann það