Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1996, Side 74

Andvari - 01.01.1996, Side 74
72 HELGI HALLGRÍMSSON ANDVARI unum, að manni dettur í hug ósjálfrátt, er maður heyrir lýst ljósálfum - hinni betri og blíðari tegund álfa - að þarna séu komnir aftur fram á æðra stigi, þó í sama heimi, ættingjar og forfeður vorir, er komnir voru löngu áður yfir um. Svo eru þeir líkir mönnum og þó fullkomnari. Þá hefur Sigfús eftirfarandi skýringarsögu, sem hann nefnir enga heimild fyrir, en hún líkist sögninni úr Desjarmýrarannál: En enn þykir sú sögnin best, sem segir svo: í upphafi skapaði guð manninn og nefndi Alf. Síðan gerði hann konu og nefndi af hans nafni Álfvöru, og lét þau í aldingarðinn. Pau voru ærið fögur, fullkomin og sæl, en þoldu það eigi og fylltust forsi og ofmetn- aði, og spilltust, svo guð varð að refsa þeim. - Nú hafa sumir hér millisögn, gefa í skyn að Álfur hafi fallið fljótt frá, og guð þá skapað Adam, og Álfvör ekkjan, orðið hans fyrri kona. Hyggja þeir að þeirra af- kvæmi muni ljósálfar vera. En bráðlega féll Álfvör frá, og skóp guð þá Evu, ærið full- komna, en allveika fyrir glysi og hégóma, sem vér vitum, og það notaði Satan sér. Álfar kjósa vináttu við oss frændur sína, og koma oft fram sem verndarverur og hjálparandar vorir, að menn hyggja. En betra er að styggja þá ekki án saka. Yfirleitt eru hættir þeirra og eðlisfar svo líkt voru, að sagt er að þeir auki kyn sitt með mönn- um og aðhyllist sömu trú.15 Samantekt Ofangreindar skýringartilraunir varðandi uppruna og eðli álfa og huldu- fólks má draga saman á eftirfarandi hátt: 1) lllir andar: Þetta var hin opinbera kenning miðaldakirkjunnar, sem gekk út frá því að álfar væru andar, sem oftast væru illa innrættir, og leituð- ust við að afvegaleiða menn og villa um fyrir þeim. Af þeim sökum reyndi kirkjan að uppræta álfatrú, en hafði varla árangur sem erfiði. Þessi skoðun kemur fyrst fram hjá Oddi biskupi Einarssyni (um 1588) hérlendis. 2) Fallnir englar: Samkvæmt þessari tilgátu eru álfar afkomendur „hálf- volgra“ anda eða engla, sem ekki gátu tekið opinbera afstöðu með eða móti uppreisn Satans í Himnaríki. Líta má á þessa tilgátu sem afbrigði þeirrar fyrrnefndu. Aðeins ein saga í þjóðsögusafni Jóns Árnasonar er til vitnis um þessa skýringu, sem eflaust er af erlendum toga. 3) Af sæði Adams: Um og eftir siðaskiptin 1550, virðist sú skoðun hafa verið almennust, að álfar væru sprottnir af sæði Adams, er hann lét falla í jörð eða mold. Jón lærði var túlkandi þessarar tilgátu, og vísar til erlendra heimildarrita. Samtímamaður hans, Þorleifur Þórðarson (Galdra-Leifi), hefur sömu skoðun, með því fráviki að Adam hafi getið álfana með blóm- um jarðar. 4) Iðrandi syndarar: í skáldsögu Eiríks Laxdal (um 1800) kemur fram sú
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.