Andvari - 01.01.1996, Side 76
74
HELGI HALLGRÍMSSON
ANDVARI
Skoðanir nútímamanna
Uppruni og eðli álfa eða huldufólks er enn sama óleysta ráðgátan og fyrir
500 árum eða meira, og því eru nú uppi mismunandi skoðanir og tilgátur
varðandi þetta efni. Helsti munurinn er sá, að hætt er að tengja þessa vætti
við Adam og Evu, sem fáir leggja nú trúnað á að hafi verið foreldrar mann-
kynsins. Hér skal aðeins drepið á nokkrar tilgátur, sem fram hafa komið
hér og meðal grannþjóða.16
1) Látnir menn: Þó að stundum sé mjótt á mununum í íslenskum álfasög-
um milli drauga og huldufólks, örlar varla á þeim skilningi, sem Sigfús Sig-
fússon nefnir, að huldufólk sé látið fólk. í grannlöndunum hefur þetta hins
vegar verið viðtekin skýringartilraun fræðimanna allt frá miðri 19. öld
a. m. k., þegar fyrst var farið að rita um þessi efni.
A Bretlandseyjum er gömul og rótgróin huldufólkstrú, og hafa breskir
þjóðsögufræðingar lengi verið hallir undir þessa skoðun, eins og fram kem-
ur í riti Lewis Spence: British Fairy Origins, en hann telur sjálfur að um sé
að ræða leifar af fornri áadýrkun, líkt og víða þekkist meðal frumbyggja,
t.d. í Astralíu. Yrði of langt mál að rekja þær skoðanir hér, og utan við efni
greinarinnar.
2) Náttúruvættir: Meðal dulspekinga og „nýaldarsinna“ er það almenn
skoðun, að álfar og huldufólk séu „náttúruvættir“, af hliðstæðum meiði og
mannkynið, og þurfi ekki að leita neinna frekari skýringa á uppruna þeirra,
fremur en annars í hinni undursamlegu veröld, sem við skiljum aðeins að
litlu marki. Tilvera þessara vætta byggist þá einfaldlega á eðli eða náttúru-
lögmálum alheimsins, eins og tilvera okkar sjálfra, og allra lifandi vera.
Rætur þessa viðhorfs má rekja til heiðinna trúarbragða, sem gerðu ráð fyrir
alls konar goðum og goðverum, og hér á landi mun Ólafur í Purkey hafa
reifað það einna fyrst.
3) „Lífleiðsla“: Árið 1934 ritaði Helgi Pjeturss jarðfræðingur og lífsspek-
ingur grein, þar sem hann setur fyrst fram þá tilgátu, að álfar, tröll o.fl.
þjóðtrúarverur eigi rætur að rekja til þess hæfileika (sumra) manna, að öðl-
ast fjarsýn gegnum hugarsamband við fólk á öðrum hnöttum. í einstaka til-
vikum telur hann jafnvel að þessi fyrirbæri geti líkamnast hér á jörð um
stundarsakir a. m. k. Skoðanabræður Helga, hinir svokölluðu nýalssinnar,
hafa útfært þessa kenningu frekar.17
4) Hugarburður: Margir nútímamenn, jafnvel þjóðtrúarfræðingar, virðast
hallast að því, að álfar séu ekki til í venjulegum skilningi, heldur séu þeir
meira eða minna „sköpunarverk“ mannlegs huga eða dulvitundar. Telja
þeir að þjóðtrúarsögurnar séu fyrst og fremst spegilmynd af hugmyndum
okkar, siðum og venjum, tilfinningalífi okkar og fýsnum, og jafnframt oft