Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1996, Side 82

Andvari - 01.01.1996, Side 82
80 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON ANDVARI ir stúdentspróf birt eftir sig tvær smásögur á prenti, Hvorn eiðinn á ég að rjúfa?, sem Jón Ólafsson gaf út á Eskifirði 1880, og „Orgelið“ sem kom neðanmáls í Þjóðólfi 1880-81. Síðasta vetur hans í skóla sýndu skólapiltar eftir hann gamanleikinn „Brandmajórinn“ sem e.t.v. má kalla einhverja fyrstu revíu íslenskra leikbókmennta. Haustið 1881 sigldi Einar svo til Kaupmannahafnar þar sem hann innrit- aðist í háskólann í stjórnfræði sem nú myndi nánast svara til hagfræði. Þar dvaldist hann næstu fjögur árin meðan Garðstyrkurinn entist. Líkt og sum- ir aðrir merkustu menn íslandssögunnar á 19. öld lagði hann litla rækt við háskólanámið og lauk ekki prófi en naut lystisemda borgarinnar við Sund- ið og glaums æskuglaðra stúdentsára. Kaupmannahafnarár Einars voru tími mikilla átaka í menningarlífi og bókmenntum Norðurlanda, eins og nánar verður vikið að á eftir, þar sem meginfylkingar skipuðust eftir afstöðu til kenninga og viðhorfa danska bókmenntafræðingsins og rithöfundarins Georgs Brandesar, en tvö fyrri ár Einars í Kaupmannahöfn dvaldist Brandes landflótta í Berlín. Stríðið kringum boðskap hans hafði hafist haustið 1871 er hann hóf að flytja hina frægu fyrirlestra sína Hovedstr0mninger i det 19. arhundredes europæiske literatur við Kaupmannahafnarháskóla. Svo furðulegt sem það má heita verður ekki séð að íslenskir menntamenn gæfu orðum Brandesar minnsta gaum í nærri heilan áratug. Þó vísaði Jón Ólafsson í Hovedstr0mninger strax í blaði sínu Göngu-Hrólfi 1873 og aftur í Skuld 1879, og í tímariti sínu Sœmundi fróða 1874 nefndi Jón Hjaltalín Brandes sem helsta fulltrúa efnis- hyggju og guðleysis í Kaupmannahöfn. Báðar þær sögur sem Einar birti undir lok skólavistar sinnar í Lærða skólanum bera nokkur einkenni áhrifa frá Brandesi. Strax á fyrsta vetri Kaupmannahafnardvalar sinnar bast nú Einar sam- tökum við þrjú önnur ung skáld, sem þangað voru komin á undan honum, um útgáfu nýs bókmenntatímarits. Það voru vopnabræður hans úr Lærða skólanum, Hannes Hafstein og Bertel Þorleifsson, og í hópinn bættist svo guðfræðistúdentinn Gestur Pálsson sem verið hafði við nám í Kaupmanna- höfn síðan 1875. Þetta nýja tímarit kom út á vordögum 1882 og hlaut nafnið Verðandi. Það er bókmenntasöguleg hefð að telja það marka upphaf raun- sæisstefnunnar í íslenskum bókmenntum. Þarna birti Einar eftir sig smá- sögu. Það er vert íhugunar og má segja sína sögu að þessir ungu menn hrundu ekki útgáfu tímaritsins af stokkunum fyrr en Einar hafði bæst í hópinn. Hann var líka sá eini þeirra sem í fyrri verkum hafði sýnt merki raunsæis- áhrifa. Þetta bendir til þess að hlutur Einars við upphaf raunsæisstefnunnar geti verið meiri en beinlínis er skráð á spjöld. Fljótlega eftir útkomu Verðandi hófust harðvítugir flokkadrættir meðal j
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.