Andvari - 01.01.1996, Síða 82
80
SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON
ANDVARI
ir stúdentspróf birt eftir sig tvær smásögur á prenti, Hvorn eiðinn á ég að
rjúfa?, sem Jón Ólafsson gaf út á Eskifirði 1880, og „Orgelið“ sem kom
neðanmáls í Þjóðólfi 1880-81. Síðasta vetur hans í skóla sýndu skólapiltar
eftir hann gamanleikinn „Brandmajórinn“ sem e.t.v. má kalla einhverja
fyrstu revíu íslenskra leikbókmennta.
Haustið 1881 sigldi Einar svo til Kaupmannahafnar þar sem hann innrit-
aðist í háskólann í stjórnfræði sem nú myndi nánast svara til hagfræði. Þar
dvaldist hann næstu fjögur árin meðan Garðstyrkurinn entist. Líkt og sum-
ir aðrir merkustu menn íslandssögunnar á 19. öld lagði hann litla rækt við
háskólanámið og lauk ekki prófi en naut lystisemda borgarinnar við Sund-
ið og glaums æskuglaðra stúdentsára.
Kaupmannahafnarár Einars voru tími mikilla átaka í menningarlífi og
bókmenntum Norðurlanda, eins og nánar verður vikið að á eftir, þar sem
meginfylkingar skipuðust eftir afstöðu til kenninga og viðhorfa danska
bókmenntafræðingsins og rithöfundarins Georgs Brandesar, en tvö fyrri ár
Einars í Kaupmannahöfn dvaldist Brandes landflótta í Berlín. Stríðið
kringum boðskap hans hafði hafist haustið 1871 er hann hóf að flytja hina
frægu fyrirlestra sína Hovedstr0mninger i det 19. arhundredes europæiske
literatur við Kaupmannahafnarháskóla. Svo furðulegt sem það má heita
verður ekki séð að íslenskir menntamenn gæfu orðum Brandesar minnsta
gaum í nærri heilan áratug. Þó vísaði Jón Ólafsson í Hovedstr0mninger
strax í blaði sínu Göngu-Hrólfi 1873 og aftur í Skuld 1879, og í tímariti sínu
Sœmundi fróða 1874 nefndi Jón Hjaltalín Brandes sem helsta fulltrúa efnis-
hyggju og guðleysis í Kaupmannahöfn. Báðar þær sögur sem Einar birti
undir lok skólavistar sinnar í Lærða skólanum bera nokkur einkenni áhrifa
frá Brandesi.
Strax á fyrsta vetri Kaupmannahafnardvalar sinnar bast nú Einar sam-
tökum við þrjú önnur ung skáld, sem þangað voru komin á undan honum,
um útgáfu nýs bókmenntatímarits. Það voru vopnabræður hans úr Lærða
skólanum, Hannes Hafstein og Bertel Þorleifsson, og í hópinn bættist svo
guðfræðistúdentinn Gestur Pálsson sem verið hafði við nám í Kaupmanna-
höfn síðan 1875. Þetta nýja tímarit kom út á vordögum 1882 og hlaut nafnið
Verðandi. Það er bókmenntasöguleg hefð að telja það marka upphaf raun-
sæisstefnunnar í íslenskum bókmenntum. Þarna birti Einar eftir sig smá-
sögu.
Það er vert íhugunar og má segja sína sögu að þessir ungu menn hrundu
ekki útgáfu tímaritsins af stokkunum fyrr en Einar hafði bæst í hópinn.
Hann var líka sá eini þeirra sem í fyrri verkum hafði sýnt merki raunsæis-
áhrifa. Þetta bendir til þess að hlutur Einars við upphaf raunsæisstefnunnar
geti verið meiri en beinlínis er skráð á spjöld.
Fljótlega eftir útkomu Verðandi hófust harðvítugir flokkadrættir meðal
j