Andvari - 01.01.1996, Síða 87
andvari
HINN LANGI OG SKÆRI HLJÓMUR
85
ófrjálsan og verk þeirra óhjákvæmilega afleiðing af þeim öflum, sem á viljann verk-
uðu.
Þessi afstaða leiddi til samúðarfulls skilnings á mannlegri breytni og um-
burðarlyndis gagnvart mörgu sem áður hafði verið fordæmt. Af því leiddi
ákveðna mannhyggju þegar pósitívistar líka afneituðu guðlegri forsjón og
settu manninn í öndvegi sem æðstu veru og töldu verk unnin í annarra
þágu hin einu störf sem varanlegt gildi hefðu.
Mikið gildi fyrir marga rithöfunda raunsæiskynslóðarinnar, ekki síst á
Norðurlöndum, höfðu ýmsir þættir í kenningum svonefndrar nytjastefnu
sem átti upptök sín á Englandi og kunnust varð af ritum John Stuart Mills.
Það voru einkum kenningar nytjastefnusinna um náttúrlegan rétt allra
nranna til lífshamingju, um frelsi einstaklingsins gagnvart valdsstofnunum
auðmagns, ríkis og trúarbragða. Ekki síst höfðu kenningar John Stuart
Mills um rétt og stöðu kvenna gríðarleg áhrif á Norðurlöndum, en Georg
Brandes þýddi rit hans The Subjection of Women á dönsku 1869.
Af hluthyggju og vísindahyggju pósitívismans leiddi að ýmsar uppgötv-
ar>ir í náttúruvísindum 19. aldar gjörbreyttu heimssýn alls þorra manna.
Naumast munu nokkrar kenningar hafa haft meiri áhrif en þær sem Charl-
es Darwin setti fram um uppruna tegundanna. Þær áttu mestan þátt í því
að mola undirstöður hins lútherska rétttrúnaðar í okkar heimshluta. Enn
ntá nefna að þjóðfélagskenningar sósíalista og jafnaðarhugmyndir þeirra,
en fylgi við þær margfaldaðist á síðara helmingi 19. aldar, féllu mjög að
mannhyggju pósitívismans og hamingju- og frelsishugmyndum nytjastefnu-
manna.
Raunsæisstefnan er venjulega talin hefjast í frönskum bókmenntum upp
úr 1830. Það sem við köllum einu nafni raunsæisstefnu ber í evrópskum
málum þrjú heiti — realismus, naturalismus og impressionismus - og eru í
reynd þrjú skeið sömu hreyfingar þar sem hvert tekur við af öðru. Hug-
myndalega reisa þau öll á grundvelli pósitívismans en aðgreinast nokkuð
um listræn vinnubrögð.
Oft er talið að realisminn birtist fullskapaður í skáldsögu Gustave Flau-
berts Madame Bovary 1857. Flaubert lagði áherslu á algjöra hlutlægni höf-
rmdarins. Hann átti að standa utan við verkið, lýsa aðeins því sem fram fór
°g allir gátu heyrt eða séð, en blanda ekki inn í frásögnina eigin viðhorfum,
skoðunum eða tilfinningum.
Með natúralismanum bætist svo við krafan um tilgang bókmennta. Mik-
ilvægustu kenningasmiðir hans voru bókmenntafræðingurinn Hippolyte
Taine og rithöfundurinn Émile Zola. Fræg er sú kenning Taines að dygðir
°g lestir séu afurð rétt eins og sykur og brennisteinssýra og sýnir vel lög-