Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1996, Page 97

Andvari - 01.01.1996, Page 97
andvari HINN LANGI OG SKÆRI HUÓMUR 95 Vitfirringurinn, sem tínir ánamaðkana á bálið! .... Var hann ekki tákn alheimsstjórnarinnar, eins og hún birtist okkur um þessar mundir? Gat það ekki verið, að við jarðarbúar værum eins og ánamaðkar í höndunum á ein- hverjum ósýnilegum máttarvöldum? Gat það ekki verið, að þessi stjórnarvöld væru mismunandi? Stundum virtist óneitanlega hitt og annað benda á það, að eitthvert vit væri í stjórn alheimsins. Nú var ekkert vit sjáanlegt. Örvasa gamalmennum, þunguð- um konum, litlum börnum var fleygt út í dauðann, eins og ánamöðkum á bál vitfirr- ingsins! Gat það ekki verið, að stundum næðu viti firt máttarvöld tökum á jörðunni? Sú myrka lífssýn sem mótar þessar hugleiðingar Gunnsteins læknis er ekki einkennandi fyrir viðhorf hinna mennsku og umburðarlyndu söguhetja Einars H. Kvarans. Nær væri að segja að kjarni lífsskoðana þeirra birtist í því ævintýri sem séra Þorvaldur segir rétttrúuðu prestsekkjunni Borghildi til að lina angist hennar andspænis ótta hennar við eilífa útskúfun og kvalir helvítis. Þar segir af því er Drottinn sendi engil sinn niður á jörðina til þess að kynna sér hagi mannanna. Engillinn fann fátt jákvætt og rakti raunir leitar sinnar fyrir Drottni. Ævintýrinu lýkur svo: - í stað farsældarinnar finna mennirnir alt af sorgina. Hún þjakar þeim í ótal mynd- um, sagði engillinn. - En eg er sjálfur í sorginni, sagði Drottinn. - Ekki er þetta heldur lakast, sagði engillinn. - Hvað er þá lakast? spurði Drottinn. - Syndin, sagði engillinn. Mennirnir eru svo vondir. Þeir hirða ekkert um þig. Og þeir gera hver öðrum svo mikið mein. - En eg er sjálfur í syndinni, sagði Drottinn. Þá féll engillinn fram á ásjónu sína fyrir miskunnsemdanna föður, sem hafði tekið sér bústað í öllu - og líka í syndinni. Sú tilvistarsýn, sem hér birtist, að gott og illt sé af einni rót leiddi til þeirrar afstöðu að líta á mótlæti og illgjörðir sem eins konar prófraunir á enda- lausri þroskabraut mannsins til fullkomins góðleiks. Þetta átti líka við um eigin hrasanir og misferli manna. Ofar öllu öðru setti Einar kröfuna um fyrirgefningu. Dæmigerð fyrir þá lífsafstöðu eru lokaorð Guðrúnar í leik- ritinu Syndir annarra: Já. Þú átt að temja þér að fyrirgefa, elsku vinur! Amma sagði rétt áðan, að það dýr- legasta væri að bera syndir annara manna. Nú ber þú þessa synd mína . ... og allar aðrar syndir mínar .... og verður góður við mig .... eins og þú hefir æfinlega verið. í raun og veru voru þessi lífsviðhorf, einhyggjan og fyrirgefningarkrafan, aðalágreiningsefnin í frægri ritdeilu þeirra Sigurðar Nordals sem þeir háðu 1 tímaritunum Skírni, Iðunni og Vöku á árunum 1925-27 og er einhver glæsilegasta andleg glíma sem háð hefur verið á íslandi á þessari öld. Sig-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.