Andvari - 01.01.1996, Síða 97
andvari
HINN LANGI OG SKÆRI HUÓMUR
95
Vitfirringurinn, sem tínir ánamaðkana á bálið! ....
Var hann ekki tákn alheimsstjórnarinnar, eins og hún birtist okkur um þessar
mundir?
Gat það ekki verið, að við jarðarbúar værum eins og ánamaðkar í höndunum á ein-
hverjum ósýnilegum máttarvöldum? Gat það ekki verið, að þessi stjórnarvöld væru
mismunandi? Stundum virtist óneitanlega hitt og annað benda á það, að eitthvert vit
væri í stjórn alheimsins. Nú var ekkert vit sjáanlegt. Örvasa gamalmennum, þunguð-
um konum, litlum börnum var fleygt út í dauðann, eins og ánamöðkum á bál vitfirr-
ingsins! Gat það ekki verið, að stundum næðu viti firt máttarvöld tökum á jörðunni?
Sú myrka lífssýn sem mótar þessar hugleiðingar Gunnsteins læknis er ekki
einkennandi fyrir viðhorf hinna mennsku og umburðarlyndu söguhetja
Einars H. Kvarans. Nær væri að segja að kjarni lífsskoðana þeirra birtist í
því ævintýri sem séra Þorvaldur segir rétttrúuðu prestsekkjunni Borghildi
til að lina angist hennar andspænis ótta hennar við eilífa útskúfun og kvalir
helvítis. Þar segir af því er Drottinn sendi engil sinn niður á jörðina til þess
að kynna sér hagi mannanna. Engillinn fann fátt jákvætt og rakti raunir
leitar sinnar fyrir Drottni. Ævintýrinu lýkur svo:
- í stað farsældarinnar finna mennirnir alt af sorgina. Hún þjakar þeim í ótal mynd-
um, sagði engillinn.
- En eg er sjálfur í sorginni, sagði Drottinn.
- Ekki er þetta heldur lakast, sagði engillinn.
- Hvað er þá lakast? spurði Drottinn.
- Syndin, sagði engillinn. Mennirnir eru svo vondir. Þeir hirða ekkert um þig. Og
þeir gera hver öðrum svo mikið mein.
- En eg er sjálfur í syndinni, sagði Drottinn.
Þá féll engillinn fram á ásjónu sína fyrir miskunnsemdanna föður, sem hafði tekið
sér bústað í öllu - og líka í syndinni.
Sú tilvistarsýn, sem hér birtist, að gott og illt sé af einni rót leiddi til þeirrar
afstöðu að líta á mótlæti og illgjörðir sem eins konar prófraunir á enda-
lausri þroskabraut mannsins til fullkomins góðleiks. Þetta átti líka við um
eigin hrasanir og misferli manna. Ofar öllu öðru setti Einar kröfuna um
fyrirgefningu. Dæmigerð fyrir þá lífsafstöðu eru lokaorð Guðrúnar í leik-
ritinu Syndir annarra:
Já. Þú átt að temja þér að fyrirgefa, elsku vinur! Amma sagði rétt áðan, að það dýr-
legasta væri að bera syndir annara manna. Nú ber þú þessa synd mína . ... og allar
aðrar syndir mínar .... og verður góður við mig .... eins og þú hefir æfinlega verið.
í raun og veru voru þessi lífsviðhorf, einhyggjan og fyrirgefningarkrafan,
aðalágreiningsefnin í frægri ritdeilu þeirra Sigurðar Nordals sem þeir háðu
1 tímaritunum Skírni, Iðunni og Vöku á árunum 1925-27 og er einhver
glæsilegasta andleg glíma sem háð hefur verið á íslandi á þessari öld. Sig-