Andvari - 01.01.1996, Page 105
andvari
NÚTÍMALEG SKÁLDSAGNAGERÐ
103
barn, Jón er barnið og Geiri drekkir honum. í enn eldra lífi er Geiri víking-
ur og drepur menn, næst þar áður rómverskur höfðingi í Karþagó í Afríku
og Jón þræll hans. Og svo framvegis.
I seinni hluta sögunnar vendir skáldið kvæði sínu í kross og hafa nú liðið
hvorki meira né minna en sjö aldir. Pá er högum manna svo komið að flest-
um þykir andstyggð að éta dýrakjöt og blóð. I staðinn snæða menn „ket-
líki“, sem búið er til í verksmiðju. Þá kemur fram að börnin fara gjarna á
flugvél í skólann, allir geta fengið ókeypis farþegaflutning hvert á jörð sem
er og í skólanum fær Geiri leyfi til að setjast við „hljóðberavél“ kennarans.
Og nú gat hann, með því, að styðja á ýmsa tappa, heyrt og fengið augna-
bliksmyndir af öllu, sem gerðist í öllum bekkjum skólans. í neðsta bekk var
verið að kenna að stafa með einhverskonar talvélum. Á öðrum stað var
verið að kenna landafræði með kvikmyndum (57-58). Eftirfarandi kafli
sýnir hvernig Sigurjón hugsaði sér að yrði umhorfs á Akureyri eftir sjö ald-
ir:
„Hvaða glitrandi flötur í öllum regnbogans litum er þarna úti frá?“ spurði Óli litli.
„Það er nú höfuðstaður Norðurlands," sagði Geiri. „Og þessir litir þarna stafa af
musteriskúplunum og margvíslega litum turnum og hvolfþökum í borginni. Hérna
beint undir var einu sinni sjór, botninn á firðinum. Nú eru hér, eins og þú sérð, ein-
lægir akrar og aldingarðar, sem Ræktunarfélag Norðurlands á. í sama bili rendi [flug-
vélin] „Svanurinn" sér ofan og inn í loftbátakví borgarinnar. „Hvaða bygging er
þetta, svona geisilöng og himinhá?" spurði Óli. Hann hafði aldrei komið til borgar-
innar fyr. „Þetta eru aðalverslunarhús kaupfélagsins. Aðrar verslanir eru nú ekki til í
borginni, svo það er von að húsin séu stór. - Sem betur fer, erum við nú búnir að
útrýma kaupmönnunum hér, bætti Geiri lágt við. Hann vissi, að kollhríðin var eftir.
Og hann vildi gera þetta að stjórnmálalegu atriði. - „Hreinsa alt landið," sagði hann.
Þeir gengu meðfram sléttslípaðri aðalgötu borgarinnar. Myndastyttur og minnismerki
sáust hvarvetna meðfram strætinu. í kringum hvert einasta hús var matjurtagarður að
baki og skemtigarður til hliða og að framan. Eftir strætinu liðu hinir léttu fjaður-
mögnuðu rafmagnsvagnar þegjandi og hljóðalaust. Fólkið fór í fylkingum eftir gang-
stéttunum, alt skartbúið. Fjöldi hvarf inn í lestrarstofurnar. Og mjög margir gengu í
listaskólana. - Allir voru hættir vinnu. - Klukkan var orðin fjögur, - svo að Óli fékk
ekki að sjá rafmagnsverksmiðjurnar að starfi. Víða sáust skínandi gosbrunnar í
skemtigörðum og smástöðuvötn, speglandi fagra runna. Óli var síspyrjandi, og Geiri
sýndi honum hin stærri musterin, hin geisistóru samkomuhús borgarinnar, háskólann,
sjúkraskýli og þar á meðal sjúkrahús fyrir alla lögbrjóta, og nutu þeir sérstakrar lækn-
islistar. Síðast fóru þeir Geiri inn í listasafnið og dvöldu þar lengi dags - og þaðan
rakleitt í gistihúsið. Óla litla varð litið inn í eldhúsið. Þar sátu stúlkur tvær og héldu á
símaheyrnartóli. Þær höfðu borð fyrir framan sig alsett smátöppum og drápu þær
gómunum á tappana í sífellu. - Óla var sagt að önnur væri að sjóða matinn, sem pant-
aður væri, en hin væri að afgreiða gestina. Geiri settist í borðstofuna og talaði í tal-
færið. Og samstundis kom mannlaust borð líðandi eftir spegilsléttu gólfinu og það
staðnæmdist fyrir framan þá feðga, færandi lostæta ávexti og aðrar vistir. (65—67)
Þetta er auðvitað sígilt óskaland eða útópía, og sem slík stendur hún mitt á