Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1996, Side 107

Andvari - 01.01.1996, Side 107
andvari NÚTÍMALEG SKÁLDSAGNAGERÐ 105 faðir barnsins og hafi nauðgað stúlkunni. Þegar Svava heyrir þessa sögu segir hún Áskeli upp, en hann verður þá vitskertur af harmi. Jón og Svava verða nú kærustupar og halda suður með skipinu, sæl og glöð - utan hvað Svövu leiðist að Jón verður svo ógurlega drukkinn á leiðinni. Silkikjólar og vaðmálsbuxur er full af skondnum smáatriðum og er frá- sögnin víða mjög lífleg, enda báru gagnrýnendur lof á hana. Skildu menn söguna svo að höfundur hallist fremur á sveif með dreifbýli en þéttbýli, enda má finna kaldhæðni í lýsingum hans á borginni, en þó virðist ljóst að höfundur sá galla á sveitalífinu. Hallbjörn Halldórsson kemst svo að orði í Alþýðublaðinu (3/10 1922) að sagan endi með „sigri silkikjólsins“ og tengist það heimsósómaeðli hennar, predikunarþættinum. Þó að Bjarni Jónsson frá Vogi hafi lofað söguna fyrir fjölbreytni og fjör (Vísir 2/10 1922), vakti alls ekki fyrir Sigurjóni að skrifa einfalda skemmtisögu, heldur vildi hann greinilega koma ákveðnum boðskap á framfæri. Hann er að velta fyrir sér afdrifum fórnfúss og góðs manns í nútímanum, því Áskell er fórnfús eins og Kristur og eins og Ása í Fagra-Hvammi. Þau Áskell og Ása, sem eru bæði kennd við æsi, eru það sem Halldór Laxness nefndi síðar Jesúgerv- inga. Niðurstaða skáldsins er sú að sá maður sem reyni að lifa að fullu eftir kærleiksboðskap Krists hljóti að tortímast. Það eru því rök trúarinnar, sem skáldið er að brjóta með sér, rétt eins og Gunnar Gunnarsson og Halldór Laxness. Árið 1924 kom framhald Silkikjóla og vaðmálsbuxna út, og heitir sú saga Glcesimennska. Hún er öðru fremur mynd af lífinu í bænum og saga Jóns á Grund, sem svindlar sér gegnum laganám, fer út í stjórnmál og drykkju- skap, harðvítugur, ófyrirleitinn og kemst á þing með svikum. Síðar gerist hann forsætisráðherra og að lokum bankastjóri. Hann hugsar um Áskel fornvin sinn og kemst að þessari niðurstöðu: (...) allir sem eru verulega góðir, eins og Áskell, fara (...) einhvernveginn í hund- ana. (...) Maður, sem vill komast áfram í heiminum verður að vera (...) ófyrirleit- inn (10—11). Jón á kunningja sem heitir Snorri og er sá dyggðum prýddur, rétt eins og Áskell í fyrra bindinu. Snorri nemur guðspeki og guðfræði og gerist róttæk- ur jafnaðarmaður. Hann býður sig fram í þingkosningum gegn Jóni á Grund en bíður lægri hlut vegna kosningamisferlis Jóns. Með tungutaki sem minnir á sögur Kjarvals lýsir Sigurjón borgarlífinu svo: Oll stræti hringinn í kring um Austurvöll voru troðfull af fólki. Marglitar fylkingar fagurra kvenna, prúðbúnar búðarlokur, valdslegt verslunarfólk, hengilegir „eyrar-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.