Andvari - 01.01.1996, Síða 107
andvari
NÚTÍMALEG SKÁLDSAGNAGERÐ
105
faðir barnsins og hafi nauðgað stúlkunni. Þegar Svava heyrir þessa sögu
segir hún Áskeli upp, en hann verður þá vitskertur af harmi. Jón og Svava
verða nú kærustupar og halda suður með skipinu, sæl og glöð - utan hvað
Svövu leiðist að Jón verður svo ógurlega drukkinn á leiðinni.
Silkikjólar og vaðmálsbuxur er full af skondnum smáatriðum og er frá-
sögnin víða mjög lífleg, enda báru gagnrýnendur lof á hana. Skildu menn
söguna svo að höfundur hallist fremur á sveif með dreifbýli en þéttbýli,
enda má finna kaldhæðni í lýsingum hans á borginni, en þó virðist ljóst að
höfundur sá galla á sveitalífinu. Hallbjörn Halldórsson kemst svo að orði í
Alþýðublaðinu (3/10 1922) að sagan endi með „sigri silkikjólsins“ og tengist
það heimsósómaeðli hennar, predikunarþættinum. Þó að Bjarni Jónsson
frá Vogi hafi lofað söguna fyrir fjölbreytni og fjör (Vísir 2/10 1922), vakti
alls ekki fyrir Sigurjóni að skrifa einfalda skemmtisögu, heldur vildi hann
greinilega koma ákveðnum boðskap á framfæri. Hann er að velta fyrir sér
afdrifum fórnfúss og góðs manns í nútímanum, því Áskell er fórnfús eins
og Kristur og eins og Ása í Fagra-Hvammi. Þau Áskell og Ása, sem eru
bæði kennd við æsi, eru það sem Halldór Laxness nefndi síðar Jesúgerv-
inga. Niðurstaða skáldsins er sú að sá maður sem reyni að lifa að fullu eftir
kærleiksboðskap Krists hljóti að tortímast. Það eru því rök trúarinnar, sem
skáldið er að brjóta með sér, rétt eins og Gunnar Gunnarsson og Halldór
Laxness.
Árið 1924 kom framhald Silkikjóla og vaðmálsbuxna út, og heitir sú saga
Glcesimennska. Hún er öðru fremur mynd af lífinu í bænum og saga Jóns á
Grund, sem svindlar sér gegnum laganám, fer út í stjórnmál og drykkju-
skap, harðvítugur, ófyrirleitinn og kemst á þing með svikum. Síðar gerist
hann forsætisráðherra og að lokum bankastjóri. Hann hugsar um Áskel
fornvin sinn og kemst að þessari niðurstöðu:
(...) allir sem eru verulega góðir, eins og Áskell, fara (...) einhvernveginn í hund-
ana. (...) Maður, sem vill komast áfram í heiminum verður að vera (...) ófyrirleit-
inn (10—11).
Jón á kunningja sem heitir Snorri og er sá dyggðum prýddur, rétt eins og
Áskell í fyrra bindinu. Snorri nemur guðspeki og guðfræði og gerist róttæk-
ur jafnaðarmaður. Hann býður sig fram í þingkosningum gegn Jóni á
Grund en bíður lægri hlut vegna kosningamisferlis Jóns. Með tungutaki
sem minnir á sögur Kjarvals lýsir Sigurjón borgarlífinu svo:
Oll stræti hringinn í kring um Austurvöll voru troðfull af fólki. Marglitar fylkingar
fagurra kvenna, prúðbúnar búðarlokur, valdslegt verslunarfólk, hengilegir „eyrar-