Andvari - 01.01.1996, Qupperneq 108
106
ÁRNI SIGURJÓNSSON
ANDVARI
vinnu“-karlar og skörulegir skarthéðnar skrefuðu makráðlega fram og aftur í
þrengslunum. Fjölbreytileg var iðandi fólksýningin, ekkert andlit eins og annað - og
margbreytilegt hvíslandi skrafskvaldrið. (24-25)
í stjórnmálavafstri sínu er Jón gersamlega hugsjónalaus og talar af fyrirlitn-
ingu um metnaðarsjúka alþýðuleiðtoga og makráða auðvalds-skarfa (26);
allt og sumt sem hann vill er vald. Samúð höfundar er öll með Snorra en
Jón hefur sem fyrr segir betur, rétt eins og silkikjóllinn skákar vaðmálsbux-
unum í fyrra bindinu. Stjórnmálaskoðanir Snorra birtast í þessum kafla úr
ræðu:
Ég vil þó benda á, að með afnámi eignarréttar einstaklingsins hlýtur að vera kipt fót-
um undan eigingirninni, ágengninni og öfundinni. En þetta eru aðalrætur alls hins
illa, sem ég þekki í veröldinni og alt bölið stafar af. En góða fólk, gerum fyrst andlegu
byltinguna. (...) Eitt er það, sem ég veit að muni farast í þeirri andlegu byltingu,
sem ég tala um, það er vitlaus ættjarðarást. (...) Vitlaus ættjarðarást hefur úthelt
miklu blóði. (35-36)
Þessi stefnuskrá minnir ekki lítið á sjónarmið Þórbergs Þórðarsonar, en
Bréf til Láru kom einmitt út sama ár og Glæsimennska. Rétt eins og Þór-
bergur Þórðarson, boðar málpípa Sigurjóns sameignarstefnu og andlega
byltingu og andmælir þjóðernishyggju.
Eftirlætis stílbragð Sigurjóns er að endurtaka ákveðna setningu nokkrum
sinnum í sama kaflanum, stundum með dálitlum tilbrigðum, og skapa
þannig stef og um leið vissa hrynjandi. Dæmi um þetta er latneska setning-
in „Ultra posse nemo obligatur“ (Enginn gerir meira en honum ber) í
þriðja kafla bókarinnar, sem verður kjörorð Jóns á Grund. Og í næsta kafla
á eftir er svipað mottó Snorra endurtekið: „Unaðssamlegi, elskufulli heim-
ur!“ Þessi orð koma fram þegar Snorri er ástfanginn og nýbúinn að ljúka
embættisprófinu. Setningin er svo endurtekin á hverri síðu kaflans uns hún
kemur fram breytt í fjórða sinn í kaflalok þar sem hann sér unnustu sína
kyssta af Jóni á Grund: „Andstyggilegi heimur!“ (20).
Annað atriði sem vakti athygli er hvernig Sigurjón byrjar Glœsimennsku,
en hún hefst á þessari setningu: „Hver er að baka pönnukökur? Ha?“ - og
bregður skáldið svo upp svipmynd af götu í Reykjavík. Mörg fleiri dæmi
eru um stíltækni Sigurjóns, sem vert væri að kanna betur, og má vera að
þessi brögð tengist eitthvað framúrstefnu erlendra höfunda og þá kannski
þeim stílbrögðum sem menn hafa séð í sögum Halldórs Stefánssonar (sbr.
Örn Ólafsson 1989).6
Jón á Grund er flagari hinn mesti og vondur við Svövu unnustu sína. I
einum kafla er erótísk lýsing á því þegar Svava fer að finna Jón en hann
svarar ekki þegar hún ber að dyrum. Svava gægist þá gegnum rifu og sér
inn í herbergið og er Jón þá þar með sjómannskonu einni. Er því lýst