Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1996, Side 113

Andvari - 01.01.1996, Side 113
JÓN KARL HELGASON Halldór Laxness og íslenski skólinn Á undanförnum áratugum hefur verið fjallað nokkuð um kenningar ís- lenska skólans og áhrif hans á rannsóknir á íslenskum fornbókmenntum. Sérstaklega hefur verið hugað að ýmsum forsendum þeirrar grundvallar- kenningar íslenska skólans að íslendingasögur séu höfundarverk, hápunkt- ur einstæðrar bókmenntasköpunar íslendinga á síðmiðöldum.1 Jafnhliða þessari umræðu hefur töluvert verið ritað um viðhorf Halldórs Laxness til fornsagnanna. í því sambandi talaði Steingrímur J. Þorsteinsson snemma um „sonarhlutverk“ Halldórs gagnvart hinum fornu höfundum, þann vanda „fyrir atgervis- og afburðamann að eiga sér heimsfrægt foreldri“.2 Nýlega hefur Ástráður Eysteinsson viðrað svipaðar hugmyndir í umfjöllun um Gerplu Halldórs, einkum með hliðsjón af kenningum bandaríska bók- menntafræðingsins Harolds Bloom um „óttann við áhrif“, en samkvæmt þeim einkennist bókmenntasagan af röð uppreisna - eins konar föður- morða - þar sem yngri skáld misskilja áhrifaríka fyrirrennara sína með skapandi hætti.3 í þessari líflegu umræðu um íslenska skólann og Halldór Laxness hefur lítið farið fyrir tilraunum til að tengja saman þessi tvö viðfangsefni. í verki sínu Laxness og þjóðlífið fjallar Árni Sigurjónsson að vísu um samband Halldórs við tvo meðlimi íslenska skólans, þá Sigurð Nordal og Einar Ólaf Sveinsson, ekki síst ólíka afstöðu þeirra Sigurðar og Halldórs til íslenskrar bændamenningar, en viðhorf skáldsins til fornbókmenntana ber þar lítt á góma.4 Jesse L. Byock hefur ennfremur vitnað til íronískra kafla í skáld- verkum Halldórs til að lýsa þeim rótgrónu viðhorfum til fornsagnanna sem íslenski skólinn ögraði. Byock leggur hins vegar áherslu á að Sigurður Nor- dal og aðrir meðlimir íslenska skólans hafi verið „á öndverðum meiði í pólitískum og menningarlegum skilningi bæði við vinstrisinna á borð við Laxness og íhaldsmenn“.5 Þeir Árni og Byock beina sjónum sínum að íslenskri menningarumræðu á þriðja og fyrri hluta fjórða áratugarins, en á því tímabili talaði Halldór heldur háðulega um íslenskar fornbókmenntir og þá þjóðerniskennd sem þeim tengdist.6 í eftirfarandi umfjöllun hyggst ég aftur á móti huga að út- gáfu Halldórs á nokkrum fornsögum á fimmta áratug aldarinnar. Svo virð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.