Andvari - 01.01.1996, Page 113
JÓN KARL HELGASON
Halldór Laxness og íslenski skólinn
Á undanförnum áratugum hefur verið fjallað nokkuð um kenningar ís-
lenska skólans og áhrif hans á rannsóknir á íslenskum fornbókmenntum.
Sérstaklega hefur verið hugað að ýmsum forsendum þeirrar grundvallar-
kenningar íslenska skólans að íslendingasögur séu höfundarverk, hápunkt-
ur einstæðrar bókmenntasköpunar íslendinga á síðmiðöldum.1 Jafnhliða
þessari umræðu hefur töluvert verið ritað um viðhorf Halldórs Laxness til
fornsagnanna. í því sambandi talaði Steingrímur J. Þorsteinsson snemma
um „sonarhlutverk“ Halldórs gagnvart hinum fornu höfundum, þann
vanda „fyrir atgervis- og afburðamann að eiga sér heimsfrægt foreldri“.2
Nýlega hefur Ástráður Eysteinsson viðrað svipaðar hugmyndir í umfjöllun
um Gerplu Halldórs, einkum með hliðsjón af kenningum bandaríska bók-
menntafræðingsins Harolds Bloom um „óttann við áhrif“, en samkvæmt
þeim einkennist bókmenntasagan af röð uppreisna - eins konar föður-
morða - þar sem yngri skáld misskilja áhrifaríka fyrirrennara sína með
skapandi hætti.3
í þessari líflegu umræðu um íslenska skólann og Halldór Laxness hefur
lítið farið fyrir tilraunum til að tengja saman þessi tvö viðfangsefni. í verki
sínu Laxness og þjóðlífið fjallar Árni Sigurjónsson að vísu um samband
Halldórs við tvo meðlimi íslenska skólans, þá Sigurð Nordal og Einar Ólaf
Sveinsson, ekki síst ólíka afstöðu þeirra Sigurðar og Halldórs til íslenskrar
bændamenningar, en viðhorf skáldsins til fornbókmenntana ber þar lítt á
góma.4 Jesse L. Byock hefur ennfremur vitnað til íronískra kafla í skáld-
verkum Halldórs til að lýsa þeim rótgrónu viðhorfum til fornsagnanna sem
íslenski skólinn ögraði. Byock leggur hins vegar áherslu á að Sigurður Nor-
dal og aðrir meðlimir íslenska skólans hafi verið „á öndverðum meiði í
pólitískum og menningarlegum skilningi bæði við vinstrisinna á borð við
Laxness og íhaldsmenn“.5
Þeir Árni og Byock beina sjónum sínum að íslenskri menningarumræðu
á þriðja og fyrri hluta fjórða áratugarins, en á því tímabili talaði Halldór
heldur háðulega um íslenskar fornbókmenntir og þá þjóðerniskennd sem
þeim tengdist.6 í eftirfarandi umfjöllun hyggst ég aftur á móti huga að út-
gáfu Halldórs á nokkrum fornsögum á fimmta áratug aldarinnar. Svo virð-