Andvari - 01.01.1996, Qupperneq 114
112
JÓN KARL HELGASON
ANDVARI
ist sem kenningar íslenska skólans og hugmyndir Halldórs um hinar gömlu
bækur hafi farið saman í veigamiklum atriðum á þeim tíma. Má jafnvel líta
svo á að Halldór hafi um hríð verið óopinber meðlimur íslenska skólans og
þeirra djarfastur.
I
Arið 1933 hóf göngu sína ritröð Hins íslenzka fornritafélags, íslenzk fornrit,
með útgáfu Sigurðar Nordals á Egils sögu Skallcigrímssonar. Ári síðar
sendi Fornritafélagið frá sér Laxœla sögu í útgáfu Einars Ólafs Sveinssonar
og árið 1935 kom Eyrbyggja saga undir ritstjórn Einars Ólafs og Matthíasar
Þórðarsonar. Sama ár birti Halldór Laxness örstutta blaðagrein þar sem
hann mótmælir því að íslenskir fræðimenn gefi fornsögunnar út með svo-
kallaðri samræmdri fornri stafsetningu. Halldór segir að samanburður á út-
gáfu Fornritafélagsins og viðkomandi handritum leiddi í ljós að hin sam-
ræmda stafsetning væri „jafnfrábrugðin stafsetníngu hinna gömlu handrita
einsog stafsetníngu íslensks nútímamáls11.7 Að hans mati er það „fjandskap-
ur“ við fornbókmenntirnar „að setja þær af stafsetníngar-ástæðum utan við
lifandi ritmál þjóðarinnar, einsog það er á hverjum tíma“. Að vísu viður-
kennir Halldór nauðsyn þess að gefa út stafréttar útgáfur og ljósprentanir
handa fræðimönnum en hann krefst þess að almennar lestrarútgáfur verði
ekki lengur keyrðar í dauðar viðjar „hótfyndinna skólaspekínga“:
Samræmda stafsetníngin, þetta hvimleiða málfræðínga-esperantó, hrindir lesandan-
um frá sögunum, einsog allar dauðar reglur hljóta að gera, en með eðlilegri stafsetn-
íngu verður hverjum manni augljóst, sem les, að sögustíllinn er ekki dauður bókstaf-
ur, heldur okkar eigið mál, sem vér notum þann dag í dag, fagurt og lifandi nútíma-
mál. (s. 122-23)
Máli sínu til stuðnings tekur Halldór dæmi af tveimur málsgreinum úr ís-
lendingabók og Landnámabók, fyrst eins og þær líta út í handritum, síðan
með samræmdri stafsetningu og loks með nútímastafsetningu.
Var nú allt kyrrt um hríð. Ný bindi í ritröð Fornritafélagsins komu út eitt
á fætur öðru á tímabilinu 1935 til 1940 án þess að þar sæjust merki um að
gagnrýni Halldórs hefði borið tilætlaðan árangur. Haustið 1941 birtist svo
fréttatilkynning í dagblaðinu Vísi um væntanlegar haustbækur Víkings-
prents, bókaútgáfu Ragnars Jónssonar í Smára. Þar kom fram að í ráði væri
„að gefa íslendingasögurnar út í nýrri útgáfu, þar sem málið á þeim er fært
í nútímabúning, og þurrum ættartölulanglokum sleppt“.8 Þess var ennfrem-
ur getið að Halldór Laxness hefði verið fenginn til að annast útgáfu fyrstu
sögunnar, sem yrði Laxdœla saga.