Andvari - 01.01.1996, Page 115
andvari
HALLDÓR LAXNESS OG ÍSLENSKI SKÓLINN
113
Gagnrýni Halldórs á samræmda forna stafsetningu frá árinu 1935 gefur til-
efni til að álykta að útgáfu Víkingsprents haustið 1941 hafi beinlínis verið
stefnt gegn útgáfustarfi Fornritafélagsins. Slík ályktun virðist ganga þvert á
þá kenningu að Halldór hafi verið óopinber meðlimur íslenska skólans þar
sem íslenzk fornrit eru jafnan talin ein helsta afurðin af starfi skólans. A
hinn bóginn hefur íslenski skólinn aldrei verið skilgreindur með hliðsjón af
þeim stafsetningarreglum sem meðlimir hans studdust við í útgáfustarfi
sínu. Þar hafa aðrir mælikvarðar verið í gildi.
Þeir mælikvarðar hafa að vísu verið nokkuð á reiki, líkt og Jón Hnefill
Aðalsteinsson rekur í grein um íslenska skólann í Skírni árið 1991. Jón
Hnefill bendir á að einkum hafi hugmyndir fræðimanna um það hver eða
hverjir voru upphafsmenn íslenska skólans verið breytilegar:
Frá 1930 og vel fram yfir 1960 var íslenski skólinn talinn verk Sigurðar Nordals, en
um miðjan sjöunda áratuginn verður breyting á, er Einar Ól. Sveinsson er kominn í
forgrunn. Á áttunda áratugnum er Björn M. Ólsen vakinn upp í ritum fræðimanna,
fyrst sem undanfari íslenska skólans, en síðar sem frumkvöðull hans og helsti upp-
hafsmaður, en Sigurður Nordal verður eftirmaður Bjarnar, arftaki og loks læri-
sveinn.9
Jón Hnefill segir þessa ósamkvæmni stafa af því að menn blandi íslenska
skólanum saman við bókfestukenninguna sem þýski fræðimaðurinn Kon-
rad Maurer lagði grunninn að á nítjándu öld. Sjálfur gerir Jón Hnefill þann
greinarmun að bókfestukenningin haldi fram hlut höfunda í sköpun ís-
lenskra fornbókmennta og sýni fram á rittengsl meðan íslenski skólinn leggi
sérstaka áherslu á höfundana sem skapandi listamenn. Á þeirri forsendu að
Björn M. Ólsen hafi líkt höfundunum við fræðimenn á borð við Gísla Kon-
ráðsson og Brynjúlf Jónsson frá Minna-Núpi en Sigurður Nordal lagt
vinnubrögð Snorra Sturlusonar til grundvallar í umfjöllun um höfunda Is-
lendingasagna, kemst Jón Hnefill að þeirri niðurstöðu að Björn hafi verið
bókfestumaður en Sigurður sé hinn frumlegi upphafsmaður íslenska skól-
ans. Skrefið frá þeim Gísla og Brynjúlfi til Snorra sé „furðu drjúgt skref“
(s. 126).
Hér mætti ef til vill bregðast til andsvars og leggja meiri áherslu en Jón
Hnefill gerir á það þegar Björn M. Ólsen líkir listilegum samtölum í forn-
sögunum við bestu samtölin í leikritum Shakespeares.10 Mér þykir þó meira
um vert að íhuga hvernig umræðan um íslenska skólann er föst í kunnug-
legum túlkunarhring: Hugmyndir okkar um það hverjir hafi verið meðlimir
skólans ráðast af skoðun okkar á hvaða kenningu skólinn hafði fram að
fera en sú skoðun ræðst aftur af mati okkar á því hverjir mótuðu kenning-
una.11 Án þess að ég ætli mér að draga úr mikilvægi Sigurðar Nordals í
þessu sambandi tel ég heppilegra að líta á íslenska skólann sem hreyfingu