Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1996, Page 115

Andvari - 01.01.1996, Page 115
andvari HALLDÓR LAXNESS OG ÍSLENSKI SKÓLINN 113 Gagnrýni Halldórs á samræmda forna stafsetningu frá árinu 1935 gefur til- efni til að álykta að útgáfu Víkingsprents haustið 1941 hafi beinlínis verið stefnt gegn útgáfustarfi Fornritafélagsins. Slík ályktun virðist ganga þvert á þá kenningu að Halldór hafi verið óopinber meðlimur íslenska skólans þar sem íslenzk fornrit eru jafnan talin ein helsta afurðin af starfi skólans. A hinn bóginn hefur íslenski skólinn aldrei verið skilgreindur með hliðsjón af þeim stafsetningarreglum sem meðlimir hans studdust við í útgáfustarfi sínu. Þar hafa aðrir mælikvarðar verið í gildi. Þeir mælikvarðar hafa að vísu verið nokkuð á reiki, líkt og Jón Hnefill Aðalsteinsson rekur í grein um íslenska skólann í Skírni árið 1991. Jón Hnefill bendir á að einkum hafi hugmyndir fræðimanna um það hver eða hverjir voru upphafsmenn íslenska skólans verið breytilegar: Frá 1930 og vel fram yfir 1960 var íslenski skólinn talinn verk Sigurðar Nordals, en um miðjan sjöunda áratuginn verður breyting á, er Einar Ól. Sveinsson er kominn í forgrunn. Á áttunda áratugnum er Björn M. Ólsen vakinn upp í ritum fræðimanna, fyrst sem undanfari íslenska skólans, en síðar sem frumkvöðull hans og helsti upp- hafsmaður, en Sigurður Nordal verður eftirmaður Bjarnar, arftaki og loks læri- sveinn.9 Jón Hnefill segir þessa ósamkvæmni stafa af því að menn blandi íslenska skólanum saman við bókfestukenninguna sem þýski fræðimaðurinn Kon- rad Maurer lagði grunninn að á nítjándu öld. Sjálfur gerir Jón Hnefill þann greinarmun að bókfestukenningin haldi fram hlut höfunda í sköpun ís- lenskra fornbókmennta og sýni fram á rittengsl meðan íslenski skólinn leggi sérstaka áherslu á höfundana sem skapandi listamenn. Á þeirri forsendu að Björn M. Ólsen hafi líkt höfundunum við fræðimenn á borð við Gísla Kon- ráðsson og Brynjúlf Jónsson frá Minna-Núpi en Sigurður Nordal lagt vinnubrögð Snorra Sturlusonar til grundvallar í umfjöllun um höfunda Is- lendingasagna, kemst Jón Hnefill að þeirri niðurstöðu að Björn hafi verið bókfestumaður en Sigurður sé hinn frumlegi upphafsmaður íslenska skól- ans. Skrefið frá þeim Gísla og Brynjúlfi til Snorra sé „furðu drjúgt skref“ (s. 126). Hér mætti ef til vill bregðast til andsvars og leggja meiri áherslu en Jón Hnefill gerir á það þegar Björn M. Ólsen líkir listilegum samtölum í forn- sögunum við bestu samtölin í leikritum Shakespeares.10 Mér þykir þó meira um vert að íhuga hvernig umræðan um íslenska skólann er föst í kunnug- legum túlkunarhring: Hugmyndir okkar um það hverjir hafi verið meðlimir skólans ráðast af skoðun okkar á hvaða kenningu skólinn hafði fram að fera en sú skoðun ræðst aftur af mati okkar á því hverjir mótuðu kenning- una.11 Án þess að ég ætli mér að draga úr mikilvægi Sigurðar Nordals í þessu sambandi tel ég heppilegra að líta á íslenska skólann sem hreyfingu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.