Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1996, Side 118

Andvari - 01.01.1996, Side 118
116 JÓN KARL HELGASON ANDVARI fyrir, hvað þær eru í raun og veru, því að það verður eitt höfuðatriði í þekkingu ís- lendinga á sjálfum sér og sögu sinni fyrr og síðar, - og síðast, en ekki sízt, að greina á milli ellibelgs sagnanna, hins dauða fróðleiks, og hinnar síungu sálar þeirra: snilldar- innar í stíl og frásagnarhætti, mannlýsinganna, mannvitsins, lífsskoðunarinnar, - að kenna mönnum að lesa þær með dýpra skilningi og sér til meira andlegs ávinnings. (s. 78-79) Ef litið er til þess hóps sem jafnan er kenndur við íslenska skólann virðist sem Einar Olafur Sveinsson hafi orðið við þessu kalli Sigurðar Nordals í riti sínu Á Njálsbúð sem út kom árið 1943. Efnisyfirlit bókarinnar er svo til samhljóða forskrift Sigurðar fyrir fornritarannsóknir þar sem skilið er á milli hins dauða fróðleiks og „snilldarinnar í stíl og frásagnarhætti, mann- lýsinganna, mannvitsins, lífsskoðunarinnar“. Að loknum stuttum inngangs- kafla, sem ber titilinn „Ræturnar“, fylgja meginkaflar ritsins með titlunum „Listaverkið“, „Mannlýsingar“, og „Lífsskoðanir“.15 Fróðlegt væri að rekja þessi tengsl milli Hrafnkötlu Sigurðar og Á Njálsbúð eftir Einar Ólaf nán- ar, en með hliðsjón af takmarki þessarar greinar liggur nú fyrir að bera stefnuskrá íslenska skólans frá 1940 saman við þá fyrirætlun Víkingsútgáf- unnar „að gefa íslendingasögurnar út í nýrri útgáfu, þar sem málið á þeim er fært í nútímabúning, og þurrum ættartölulanglokum sleppt“. Var ekki einmitt þar á ferðinni áþreifanleg tilraun til að „greina á milli ellibelgs sagnanna, hins dauða fróðleiks, og hinnar síungu sálar þeirra“, svo vitnað sé aftur til orða Sigurðar Nordals? III Þegar hugað er að þeim viðbrögðum sem fyrirhuguð útgáfa Halldórs Lax- ness á Laxdæla sögu vakti, kemur ekki á óvart að Sigurður og aðrir með- limir íslenska skólans hafi sýnt varkárni í umgengni sinni við menningararf- inn. Útgáfufrétt Víkingsútgáfunnar vakti snörp andsvör í blöðum og leiddi að endingu til þess að Alþingi samþykkti lög síðla árs 1941 sem kváðu á um einkarétt ríkisins á útgáfu íslenskra rita sem samin hefðu verið fyrir árið 1400. Átti kennslumálaráðherra að úthluta leyfum til þeirra sem áhuga hefðu á að gefa út þessi rit, en Fornritafélagið var eitt undanskilið þessu ákvæði.1*' Halldór og samstarfsmenn hans, þeir Ragnar Jónsson bókaútgef- andi og Stefán Ögmundsson prentari, brugðust skjótt við og gáfu Laxdœlu út á mettíma, áður en lögin voru afgreidd á þinginu. Ári síðar gáfu þeir út Hrafnkels sögu, í trássi við lögin og voru dæmdir fyrir tiltækið í lögreglu- rétti Reykjavíkur. Var þeim gert að gjalda fjársektir, eða að öðrum kosti að sitja 45 daga í fangelsi. Þeir áfrýjuðu dómnum til Hæstaréttar á þeirri for- sendu að lögin sem dæmt var eftir brytu í bága við ákvæði stjórnarskrár um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.