Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1996, Page 122

Andvari - 01.01.1996, Page 122
120 JÓN KARL HELGASON ANDVARI að gera úrfellingar á ýmsum þeim atriðum textans, sem torvelda lestur bókanna eða fælir frá þeim, a. m. k. í sumum fornbókum, svo sem lángar ættartölur, innskotssögur óskyldar meginkjarna bókarinnar, sem höfundar eða afskrifarar hafa af einhverjum ástæðum viljað láta fljóta með, og í samræmi við það, allar síðari tilvísanir textans til atburða og persóna hinna úrfeldu staða. (s. 230) Hvað Laxdœlu viðvíkur segist Halldór sannfærður um að sagan hafi hvergi verið birt á jafn heildstæðu formi, „a. m. k. hvergi eins plastiskt“ (s. 231). Loks kannast hann við að ýmsar smærri villur hafi slæðst inn í útgáfuna en skýringuna segir hann þann mikla flýti sem hafður var við prentun hennar. Vegna yfirvofandi lagasetningar Alþingis hafi ekki gefist tími til að lesa prófarkir nægjanlega vel og bera textann saman við þá útgáfu sem stuðst var við. Halldór viðurkennir loks að deila megi um réttmæti þess að gefa íslend- ingasögur út í styttum útgáfum. Slíkar útgáfur kunni að nýtast vel sem les- efni handa börnum og unglingum en það sé eftir sem áður nauðsynlegt að gefa sögurnar út óstyttar á nútímamáli. Halldór fylgdi þeirri stefnu í þeim útgáfum fornsagna sem hann hafði umsjón með eftir 1941. Sigurður Nordal var líklega ánægður með þessa stefnubreytingu. í sumarbyrjun 1943, þegar Hæstiréttur tók fyrir áfrýjun Halldórs Laxness, Ragnars Jónssonar og Stef- áns Ögmundssonar vegna dómsins í lögreglurétti frá haustinu áður, voru háskólakennararnir þrír beðnir um að segja álit sitt á útgáfu Halldórs á Hrafnkötlu. í þetta skipti var umsögnin lofsamleg. Þeir fundu að vísu einn stuttan kafla sem fluttur hafði verið til, en að öðru leyti var „efni“ sögunn- ar óbreytt.34 Sú dirfska gagnvart fornsögunum sem birst hafði í meðferð Halldórs á Laxdælu beið átakanna við Gerplu, rúmum áratug síðar. V Rétt er að taka fram að það sem hér hefur verið sagt um fornritaútgáfu Halldórs Laxness varpar aðeins ljósi á eina hlið hennar. Aðrir þættir hafa verið látnir liggja milli hluta, þar á meðal bein og óbein skoðanaskipti Hall- dórs og Sigurðar Nordals um samræmda forna stafsetningu. Færa má rök fyrir því að þeir hafi komist að nokkurs konar málamiðlun um það snúna efni: Háskólakennararnir viðurkenndu í áliti sínu vorið 1943 að nútímastaf- setning færi að sumu leyti nær forna málinu en hin samræmda stafsetning; Halldór viðurkenndi ennfremur í grein árið 1944 að sú samræmda stafsetn- ing sem Sigurður hefði mótað fyrir útgáfur íslenzkra fornrita væri merkileg tilraun „af hálfu hugsandi Íslendíngs“ að móta málsögulega reglu, merki- legri en sú samræmda stafsetning danska fræðimannsins Wimmers sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.