Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1996, Side 128

Andvari - 01.01.1996, Side 128
GUNNAR KARLSSON „Að hugsa er að bera saman“ Um sagnfrœði Sigurðar Nordals og Fragmenta ultima Bók Sigurðar Nordals, íslenzk menning I, var hugsuð sem upphaf að þriggja bindi ritverki þegar hún kom út; það má lesa út úr lokaorðum At- hugasemda í bókarlok, þar sem höfundur gefur fyrirheit um eftirmála alls verksins í þriðja bindi.1 Síðan hefur það verið áform þeirra Sigurðar og Kristins E. Andréssonar að íslensk menning yrði hluti af ritsafninu Arfi ís- lendinga, sem Sigurður ætlaði að skipuleggja fyrir Mál og menningu.2 Hvorugt komst neitt áleiðis um daga Sigurðar, og gengu sagnir um það meðal fræðimanna að hann hefði brennt framhaldinu að íslenskri menn- ingu, jafnvel vegna þess að honum hefði gramist svo hvernig skoðanabræð- ur hans í stjórnmálum tóku samvinnu hans við alræmdan kommúnista eins og Kristin E. Andrésson. Þegar Jóhannes Nordal tók að gefa Ritverk Sig- urðar út á vegum Almenna bókafélagsins birtist þar 153 blaðsíðna rit kall- að „Fragmenta ultima. Drög að íslenzkri menningu II.“ Það kom út í þriðja meginhluta Ritverkanna, þriggja binda safninu Fornar menntir, miðbindi þess. Útgáfuár er skráð 1993 á titilblaði, en í íslenskum bókatíð- indum er safnsins ekki getið fyrr en árið 1994,3 og þessi grein er sprottin upp úr kynningu þess seint á því ári.4 Jóhannes skrifar formála að Fragmenta ultima og skýrir þar nánar en áð- ur var kunnugt frá áformum Sigurðar um framhald íslenskrar menningar og örlögum verksins. Upphaflega var ætlunin, segir Jóhannes, að íslensk menning yrði tvö bindi, hið fyrra um þjóðveldistímann og fornsögur íslend- inga. Þegar til kom rúmaðist sagnaritunin ekki í bindinu, svo að ákveðið var að verkið yrði þrjú bindi og þáttur um fornsögurnar verulegur hluti af miðbindinu. Síðan tók Sigurður til við að rita þann þátt, og hann varð svo fyrirferðarmikill að árið 1948 var Sigurður ákveðinn í að ætla honum allt annað bindið. „Mun þetta bindi hafa verið að miklu leyti fullskrifað eða í drögum, þegar hann var skipaður sendiherra í Kaupmannahöfn haustið 1951.“ En syrpan sem Sigurður kallaði Fragmenta ultima er ekki rituð fyrr en eftir að hann kom heim, árið 1957; flestir kaflarnir eru dagsettir frá sept-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.