Andvari - 01.01.1996, Side 130
128
GUNNAR KARLSSON
ANDVARI
út úr umræðu um andstæður sem sífellt eru að verki í skólakennslu í sögu,
svo sífellt að menn nenna bara stöku sinnum að rífast um þau. Sigurður
segir:9
Það er að vísu saklaust, þótt minnishestar hámi í sig ógrynni fræða, sem þeir reyna
aldrei að melta, ef þetta er þeim gaman og metnaður. Hitt er verra, ef kennarar
kvelja með slíku varnarlausa nemendur, sem botna ekkert í, hvers vegna þeir eiga að
muna allan þennan þremil, og fá stundum fyrir bragðið ævilanga óbeit á allri sagn-
fræði.
Vissulega er auðveldara um að tala en í að komast að sætta sjónarmið
þekkingar og skilnings í sögunámi, því að skilningur sprettur óneitanlega af
þekkingu eins og þekking sprettur af skilningi. En grundvallarafstaða Sig-
urðar er engu að síður frelsisboðskapur. Hann boðar okkur frelsun undan
oki fortíðarinnar; við höfum ekki skyldur við hana sem slíka, en við eigum
hana og megum njóta hennar í okkar eigin tíma. í lok forspjallsins lýsir Sig-
urður tilgangi bókar sinnar þannig að hún sé „hugleiðing um vanda þess og
vegsemd að vera íslendingur nú á dögum, studd við þá þekkingu á fortíð
þjóðarinnar, sem höfundur hefur getað aflað sér og talið mestu varða. “10
Aherslan á hugsun og skilning leiðir þannig beint að tengslum sögunnar
við samtímann, samanburði og andstæðum. í Islenskri menningu er talsvert
um að tvennum tímum sé stillt upp hvorum gegn öðrum, fremur í því skyni
að láta sögutímann varpa ljósi á okkar tíma en öfugt:11
Háski sá, sem vofir yfir lýðræði nútímans og hefur víða gert það svo valt, er framar
öllu fólginn í fláttskapnum, þegar almenningi er talin trú um, að hann sé kúgaður
samkvæmt umboði frá honum sjálfum, eða hann er fyrst féflettur og síðan látinn
þiggja sína eigin eign í mútur og náðargjafir. Það er sannast sagt, þótt sorglegt sé, að
talsvert af beru ofbeldi, sem menn þora að klóast við, er bærilegt í samanburði við
prúðbúið og vátryggt ranglæti.
í Fragmenta ultima er þessi hugsun endurtekin, jafnvel með enn bein-
skeyttari orðum:12
Og að því er kemur til þjóðfélagshátta og við hvers konar hagi einstaklingarnir áttu
að búa samkvæmt þeirri mynd, sem sögurnar bregða upp, og samanburði við nútím-
ann, er það fyrst að segja, að gildi sagnanna er fyrst og fremst í því fólgið, hversu ólík
sú mynd er nútímanum og eggjandi til samanburðar. Þar sem nútíminn virðist mjög
stefna að því að gera þegnana að húsdýrum ríkisvaldsins, með öllum þeim þægindum,
áhyggjuleysi, tryggingum og ábyrgðarleysi og aftur á móti með öllum þeim skorti á
sjálfsvirðingu og sjálfsábyrgð, skerðingu á frelsi og sjálfstæði, sem þessu fylgir, þá var
þjóðfélag sögualdar tilraun til hins gagnstæða. Ef til vill er hvorugur kosturinn full-
góður. En það skaðar að minnsta kosti ekki að hafa eitthvað til samanburðar við
hugsjónir nútímans.