Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1996, Side 130

Andvari - 01.01.1996, Side 130
128 GUNNAR KARLSSON ANDVARI út úr umræðu um andstæður sem sífellt eru að verki í skólakennslu í sögu, svo sífellt að menn nenna bara stöku sinnum að rífast um þau. Sigurður segir:9 Það er að vísu saklaust, þótt minnishestar hámi í sig ógrynni fræða, sem þeir reyna aldrei að melta, ef þetta er þeim gaman og metnaður. Hitt er verra, ef kennarar kvelja með slíku varnarlausa nemendur, sem botna ekkert í, hvers vegna þeir eiga að muna allan þennan þremil, og fá stundum fyrir bragðið ævilanga óbeit á allri sagn- fræði. Vissulega er auðveldara um að tala en í að komast að sætta sjónarmið þekkingar og skilnings í sögunámi, því að skilningur sprettur óneitanlega af þekkingu eins og þekking sprettur af skilningi. En grundvallarafstaða Sig- urðar er engu að síður frelsisboðskapur. Hann boðar okkur frelsun undan oki fortíðarinnar; við höfum ekki skyldur við hana sem slíka, en við eigum hana og megum njóta hennar í okkar eigin tíma. í lok forspjallsins lýsir Sig- urður tilgangi bókar sinnar þannig að hún sé „hugleiðing um vanda þess og vegsemd að vera íslendingur nú á dögum, studd við þá þekkingu á fortíð þjóðarinnar, sem höfundur hefur getað aflað sér og talið mestu varða. “10 Aherslan á hugsun og skilning leiðir þannig beint að tengslum sögunnar við samtímann, samanburði og andstæðum. í Islenskri menningu er talsvert um að tvennum tímum sé stillt upp hvorum gegn öðrum, fremur í því skyni að láta sögutímann varpa ljósi á okkar tíma en öfugt:11 Háski sá, sem vofir yfir lýðræði nútímans og hefur víða gert það svo valt, er framar öllu fólginn í fláttskapnum, þegar almenningi er talin trú um, að hann sé kúgaður samkvæmt umboði frá honum sjálfum, eða hann er fyrst féflettur og síðan látinn þiggja sína eigin eign í mútur og náðargjafir. Það er sannast sagt, þótt sorglegt sé, að talsvert af beru ofbeldi, sem menn þora að klóast við, er bærilegt í samanburði við prúðbúið og vátryggt ranglæti. í Fragmenta ultima er þessi hugsun endurtekin, jafnvel með enn bein- skeyttari orðum:12 Og að því er kemur til þjóðfélagshátta og við hvers konar hagi einstaklingarnir áttu að búa samkvæmt þeirri mynd, sem sögurnar bregða upp, og samanburði við nútím- ann, er það fyrst að segja, að gildi sagnanna er fyrst og fremst í því fólgið, hversu ólík sú mynd er nútímanum og eggjandi til samanburðar. Þar sem nútíminn virðist mjög stefna að því að gera þegnana að húsdýrum ríkisvaldsins, með öllum þeim þægindum, áhyggjuleysi, tryggingum og ábyrgðarleysi og aftur á móti með öllum þeim skorti á sjálfsvirðingu og sjálfsábyrgð, skerðingu á frelsi og sjálfstæði, sem þessu fylgir, þá var þjóðfélag sögualdar tilraun til hins gagnstæða. Ef til vill er hvorugur kosturinn full- góður. En það skaðar að minnsta kosti ekki að hafa eitthvað til samanburðar við hugsjónir nútímans.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.