Andvari - 01.01.1996, Qupperneq 136
134
GUNNAR KARLSSON
ANDVARI
nútímanum með penna sinn. Ég ætla annars ekki að ræða þetta efni, en að-
eins birta svolitla klausu. Höfundur er þar að ræða hvernig norrænir rithöf-
undar á 19. og 20. öld hafi sótt efni og stílfyrirmyndir til íslenskra forn-
sagna, Tegnér, Ibsen, Undset. Svo heldur hann áfram:31
Á hitt er ekki úr vegi að minna, að enn er vandséð, hversu endingargóðar þessar
nýrri norrænu bókmenntir verði á komandi öldum, þar sem enginn vafi getur á því
leikið, að til sígildustu fornsagnanna muni menn hverfa aftur og aftur, þó að tízku-
breytingar kunni á stundum að fjarlægja þær ráðandi smekk almennra lesenda.
Það er sannarlega ekki að ástæðulausu, þótt íslendingar séu minntir á þetta allt
saman, ekki til þess að miklast af því, sem ef til vill gerist ekki þörf, heldur til þess að
glæða hjá þeim meiri virðingu fyrir sögunum en svo, að þeir haldi til að mynda, að
þeir geti borið fram skoðanir á þeim, sem eru ekkert annað en hreppapólitík, eins og
rætt væri um það á alþingi, hvort einhver vegarspotti eigi að takast í þjóðvega tölu.
Um leið og slíkar bókmenntir hafa verið skapaðar, eru þær ekki lengur einkaeign
þjóðarinnar, heldur sameign allra þjóða, sem vilja gefa þeim gaum, og frjálst um-
ræðuefni, hvort sem höfundarþjóðinni líkar það betur eða verr.
Síðasttalda umræðuefnið í Fragmenta, skýringin á blóma íslenskrar orð-
menntar á miðöldum, er auðvitað sígilt líka. Sigurður hnitar í kringum
þetta efni í drögum sínum. Fyrsti kaflinn heitir „Kraftaverk“. Þar er spurn-
ingunni varpað fram hvað hafi skapað sögurnar og sýnt fram á að atburðir
sögualdar nægi ekki til að skýra tilurð þeirra. Hér skilgreinir höfundur líka
hugtakið kraftaverk og sýnir þannig að hann notar það í fullri alvöru um
sagnaritunina, beitir því ekki sem ýkjum til að leggja áherslu, eins og tíðast
er í daglegu máli. Hann segir:32
Þegar ’kraftaverk' er ekki haft í hinni sérstöku guðfræðilegu merkingu - sem hér
kemur ekki til greina, - er það ekki annað en bráðabirgða- eða undanbragðsheiti
þess, sem menn treysta sér ekki til að neita, að átt hafi sér stað, en þeir skilja ekki
samkvæmt þeim lögmálum, sem þeir eru vanir að leggja trúnað á, eða finnst jafnvel
koma beinlínis í bága við þau.
í þessum kafla kemur engin tilraun til svars: forvitni lesenda hefur aðeins
verið vakin, og næsti kafli heitir því hversdagslega nafni „Flokkun sagn-
anna“. í tveimur síðustu köflunum er spurningin síðan tekin upp aftur:33
„Hvers vegna rituðu íslendingar sögur og Norðmenn ekki?“ Og nú orðar
Sigurður kenningu sem hann hafði að vísu tæpt á áður, kannski oftar en
einu sinni, en sannarlega í fyrirlestrinum „Auður og Ekla í fornmenntum
Islendinga“ sem var haldinn árið 1946 og fyrst prentaður í Skírni 1986 í til-
efni af aldarafmæli höfundar.34 I Fragmenta er hugmyndin sett fram og
rökstudd stórum vandlegar. Hún er í stuttu máli sú að íslendingar hafi bætt
sér upp einangrun frá Evrópu í fremur fátæklegu umhverfi íslands með því
að einbeita sér að sögum, eins og danski sagnaritarinn Saxo hélt raunar
fram strax um 1200. Landnámsmenn íslands völdu landið af fúsum og