Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1996, Side 140

Andvari - 01.01.1996, Side 140
EIRÍKUR GUÐMUNDSSON Ofbeldi tímans Hugað að nokkrum skáldsögum ársins 1995 Nú eru kúlurnar hættar hringferð og vísarnir standa í stað. Ekkert tif heyrist í neinu sem mælir tímann. Pað sem heyrist er taktur hafsins, hvernig það skellur á landi, að og frá, á sama róli, í sífellu amen þar til tíminn tekur enda. (Hjartastaður, 327) Sennilega er það einungis góður skáldskapur sem veitir skjól fyrir tímanum og stöðugum ágangi hans sem tvístrar okkur og heldur saman í senn. Eitt augnablik teljum við okkur trú um að við eigum erindi við sand, sól eða blæ en síðan er kenndin rokin út í veður og vind. Eftir standa tóftir af þrám og við höldum áfram að eltast við eigið skott uns tíminn tekur enda í skæru ljósi, til dæmis um stutta vornótt. Tilvitnunin hér að ofan er til marks um þetta. Tíminn er mesti óvinur söguhetjanna í Hjartastað Steinunnar Sig- urðardóttur. Skögultönn hans hefur nagað þær á hol, eins og það er orðað í sögunni (sjá 311). Eina haldreipi þeirra eru mis-fjarlægir draumstaðir sem þó eiga allt sitt undir galdri tungumálsins og möguleikum frásagnarinnar; staðir þar sem sjálf og heimur renna saman í ljóðrænni upphafningu líkt og í þröngum hellisskúta sem stendur utan við tímann í dimmu fjalli. I slíku rými telur sjálfsveran sér trú um að hún geti lýst sjálfri sér, öllum sínum ævum og jafnvel heiminum, sem allajafna er henni mótsnúinn, um stund. Fyrir utan þessa veröld er hún, líkt og söguhetjan í Hjartastað, fórn- arlamb hins stöðuga ofbeldis tímans sem eirir engu og gerir sjálfsmyndina að látlausri röð klippimynda sem hvorki á sér upphaf né endi. Þannig hefur það ekki alltaf verið en séu samtímaskáldsögur okkar lesnar ofan í kjölinn sést að þetta ofbeldi er viðvarandi ástand sem þær eiga ef til vill ekkert endanlegt svar við. Þó ber ekki að gera lítið úr viðleitni höfunda til að sporna á móti, stöðva tímahjólið að svo miklu marki sem það er hægt í frá- sögn. Tíminn er hið margbrotna og óræða afl mannlífsins sem skáldsögur síðasta árs glíma við.1 Þannig reynir söguhetjan í skáldsögu Kristjáns Krist- jánssonar, Ári bréfberans, að skapa luktan heim eftir að hafa farið yfir landamæri frásagnarinnar og numið staðar í orðræðu sem einblínir á nútíð- ina og tilurð textans.2 Hún skapar veröld þar sem tíminn er á valdi hennar en ekki utanaðkomandi afl sem tvístrar sjálfsverunni. Dagbók hennar býr
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.