Andvari - 01.01.1996, Síða 140
EIRÍKUR GUÐMUNDSSON
Ofbeldi tímans
Hugað að nokkrum skáldsögum ársins 1995
Nú eru kúlurnar hættar hringferð og vísarnir standa í stað. Ekkert tif heyrist í neinu
sem mælir tímann. Pað sem heyrist er taktur hafsins, hvernig það skellur á landi, að
og frá, á sama róli, í sífellu amen þar til tíminn tekur enda. (Hjartastaður, 327)
Sennilega er það einungis góður skáldskapur sem veitir skjól fyrir tímanum
og stöðugum ágangi hans sem tvístrar okkur og heldur saman í senn. Eitt
augnablik teljum við okkur trú um að við eigum erindi við sand, sól eða
blæ en síðan er kenndin rokin út í veður og vind. Eftir standa tóftir af þrám
og við höldum áfram að eltast við eigið skott uns tíminn tekur enda í skæru
ljósi, til dæmis um stutta vornótt. Tilvitnunin hér að ofan er til marks um
þetta. Tíminn er mesti óvinur söguhetjanna í Hjartastað Steinunnar Sig-
urðardóttur. Skögultönn hans hefur nagað þær á hol, eins og það er orðað í
sögunni (sjá 311). Eina haldreipi þeirra eru mis-fjarlægir draumstaðir sem
þó eiga allt sitt undir galdri tungumálsins og möguleikum frásagnarinnar;
staðir þar sem sjálf og heimur renna saman í ljóðrænni upphafningu líkt og
í þröngum hellisskúta sem stendur utan við tímann í dimmu fjalli.
I slíku rými telur sjálfsveran sér trú um að hún geti lýst sjálfri sér, öllum
sínum ævum og jafnvel heiminum, sem allajafna er henni mótsnúinn, um
stund. Fyrir utan þessa veröld er hún, líkt og söguhetjan í Hjartastað, fórn-
arlamb hins stöðuga ofbeldis tímans sem eirir engu og gerir sjálfsmyndina
að látlausri röð klippimynda sem hvorki á sér upphaf né endi. Þannig hefur
það ekki alltaf verið en séu samtímaskáldsögur okkar lesnar ofan í kjölinn
sést að þetta ofbeldi er viðvarandi ástand sem þær eiga ef til vill ekkert
endanlegt svar við. Þó ber ekki að gera lítið úr viðleitni höfunda til að
sporna á móti, stöðva tímahjólið að svo miklu marki sem það er hægt í frá-
sögn. Tíminn er hið margbrotna og óræða afl mannlífsins sem skáldsögur
síðasta árs glíma við.1 Þannig reynir söguhetjan í skáldsögu Kristjáns Krist-
jánssonar, Ári bréfberans, að skapa luktan heim eftir að hafa farið yfir
landamæri frásagnarinnar og numið staðar í orðræðu sem einblínir á nútíð-
ina og tilurð textans.2 Hún skapar veröld þar sem tíminn er á valdi hennar
en ekki utanaðkomandi afl sem tvístrar sjálfsverunni. Dagbók hennar býr