Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1996, Síða 142

Andvari - 01.01.1996, Síða 142
140 EIRÍKUR GUÐMUNDSSON ANDVARI ur kappklæddur í hinsta sinn frá hinum forna þingstað árið 1798. Þar með er hafin saga um niðurlægingartímabil staðarins; saga sem byggist á prests- skap nokkurra mis-embættislegra guðsmanna í Þingvallasveit: þeirra Páls Þorlákssonar, Einars Pálssonar, Einars Einarsen Sæmundssonar og Björns Pálssonar. Fáar skáldsögur eru jafn „staðbundnar“ og saga Björns, enda höfundur öðrum kunnugri um söguslóðirnar og nýtir þá þekkingu út í hörgul til að skapa heim sem er svo þéttriðinn örnefnum og heitum að hvergi sér í gegn. Tungumálið speglar náttúru og erfiðan framgang mann- lífsins vandkvæðalaust og hleypir ekki að neinum nútímalegum efasemdum um merkingu. Á köflum er framvindan slík í þessari sögu að manni finnst ekki að hér sé um hefðbundna skáldsögu að ræða, heldur einhvers konar innarsveitar- króníku frá fyrri hluta nítjándu aldar þar sem greint er frá daglegu amstri fólks svo langt sem heimildir um hvert ár hrökkva og lítt hirt um eldskírn einstakra söguhetja, en þær eru allmargar í þessari bók. Þar sem bréfabæk- ur og annálar þegja tekur höfundurinn við með sitt lítt takmarkaða skálda- leyfi; í þessari bók er sagt frá mörgu sem enginn er til frásagnar um og rækilega á það bent að sumir hlutir eru ekki til í heimildum. Miðja sögunn- ar er ekki önnur en Landið sjálft: Stekkjargjá, Langistígur, Vallnavegur, Skógarkot, Hraunið, Vatnið, að ógleymdu tíðarfarinu: „Þegar lauf voru enn gulli slegin og hraunrjúpan uggði enn ekki að sér um fatnaðinn, þá kom hann, stórstígur norðan, ofan frá Balljökli og Djöflasandi, glennti sig yfir Flosaskarð og kvaddi upp lið sitt á Kaldadal. Þegar síðasta gröfin var tekin í Þingvallagarði það haust lá harður breðinn orðið yfir öllu landinu“ (50). Höfundur Hraunfólksins reynir af öllum mætti að afmá nútímaleg ein- kenni af textanum, hvort sem litið er til málbeitingar eða forms. í heimilda- skrá eru nefndar dómabækur, manntöl og bréfasöfn sem greinilega hafa sín áhrif á málsnið textans: snið sem raunar er ekki nýtt af nálinni þegar horft er til eldri heimildaskáldsagna Björns. Stíllinn er tilþrifamikill - líkt og höf- undur vilji árétta að upphafið tungumál hæfi upphöfnum stað - og vitnar um stöðu skrásetjarans sem annars vegar vinnur úr þeim heimildum sem tiltækar eru en gerir persónum hins vegar upp kenndir og hugsanir; kennd- ir sem eru uppistaðan í örlagasögu afkomenda séra Páls Þorlákssonar og að lokum ástarsögu barnabarns hans Árna Björnssonar og Salvarar Krist- jánsdóttur, þar sem andstæða syndar eða breyskleika og réttlætis leysist upp. Þingvallasveit þessarar sögu er fallinn heimur, dauðans pláss eða feigðar- innar auðn: „Þar er allt öndvert við þá fögru Guðs skipun“, segir á einum stað í textanum (24). Náttúran er harðbýl og örlög fólksins í samræmi við það. Landinu virðist betur fallið að fóstra mikla sögu en mannfólk af holdi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.