Andvari - 01.01.1996, Qupperneq 142
140
EIRÍKUR GUÐMUNDSSON
ANDVARI
ur kappklæddur í hinsta sinn frá hinum forna þingstað árið 1798. Þar með
er hafin saga um niðurlægingartímabil staðarins; saga sem byggist á prests-
skap nokkurra mis-embættislegra guðsmanna í Þingvallasveit: þeirra Páls
Þorlákssonar, Einars Pálssonar, Einars Einarsen Sæmundssonar og Björns
Pálssonar. Fáar skáldsögur eru jafn „staðbundnar“ og saga Björns, enda
höfundur öðrum kunnugri um söguslóðirnar og nýtir þá þekkingu út í
hörgul til að skapa heim sem er svo þéttriðinn örnefnum og heitum að
hvergi sér í gegn. Tungumálið speglar náttúru og erfiðan framgang mann-
lífsins vandkvæðalaust og hleypir ekki að neinum nútímalegum efasemdum
um merkingu.
Á köflum er framvindan slík í þessari sögu að manni finnst ekki að hér
sé um hefðbundna skáldsögu að ræða, heldur einhvers konar innarsveitar-
króníku frá fyrri hluta nítjándu aldar þar sem greint er frá daglegu amstri
fólks svo langt sem heimildir um hvert ár hrökkva og lítt hirt um eldskírn
einstakra söguhetja, en þær eru allmargar í þessari bók. Þar sem bréfabæk-
ur og annálar þegja tekur höfundurinn við með sitt lítt takmarkaða skálda-
leyfi; í þessari bók er sagt frá mörgu sem enginn er til frásagnar um og
rækilega á það bent að sumir hlutir eru ekki til í heimildum. Miðja sögunn-
ar er ekki önnur en Landið sjálft: Stekkjargjá, Langistígur, Vallnavegur,
Skógarkot, Hraunið, Vatnið, að ógleymdu tíðarfarinu: „Þegar lauf voru enn
gulli slegin og hraunrjúpan uggði enn ekki að sér um fatnaðinn, þá
kom hann, stórstígur norðan, ofan frá Balljökli og Djöflasandi, glennti sig
yfir Flosaskarð og kvaddi upp lið sitt á Kaldadal. Þegar síðasta gröfin var
tekin í Þingvallagarði það haust lá harður breðinn orðið yfir öllu landinu“
(50).
Höfundur Hraunfólksins reynir af öllum mætti að afmá nútímaleg ein-
kenni af textanum, hvort sem litið er til málbeitingar eða forms. í heimilda-
skrá eru nefndar dómabækur, manntöl og bréfasöfn sem greinilega hafa sín
áhrif á málsnið textans: snið sem raunar er ekki nýtt af nálinni þegar horft
er til eldri heimildaskáldsagna Björns. Stíllinn er tilþrifamikill - líkt og höf-
undur vilji árétta að upphafið tungumál hæfi upphöfnum stað - og vitnar
um stöðu skrásetjarans sem annars vegar vinnur úr þeim heimildum sem
tiltækar eru en gerir persónum hins vegar upp kenndir og hugsanir; kennd-
ir sem eru uppistaðan í örlagasögu afkomenda séra Páls Þorlákssonar og
að lokum ástarsögu barnabarns hans Árna Björnssonar og Salvarar Krist-
jánsdóttur, þar sem andstæða syndar eða breyskleika og réttlætis leysist
upp.
Þingvallasveit þessarar sögu er fallinn heimur, dauðans pláss eða feigðar-
innar auðn: „Þar er allt öndvert við þá fögru Guðs skipun“, segir á einum
stað í textanum (24). Náttúran er harðbýl og örlög fólksins í samræmi við
það. Landinu virðist betur fallið að fóstra mikla sögu en mannfólk af holdi