Andvari - 01.01.1996, Síða 144
142
EIRÍKUR GUÐMUNDSSON
ANDVARI
málheimi sem höfundur notar til að grípa utan um söguefni og svið, í
tungumálinu sjálfu: „Væri þetta sem hver önnur bújörð [. . .], þá kæmi
maður í manns stað. Þingvellirnir eru ekki bújörð. Heyskapur í gjám, féð í
hellirum, vetrarfiskið upp um ís. Og skógurinn sem enginn annar kann að
smala. Hér kemur enginn í annars stað“ (101). Saga landsins og saga fólks-
ins verða ekki skildar að. Höfundur gerir sér ekki far um að setja svokall-
aða merkisatburði í forgrunn heldur líf þeirra sem sjaldnast rata í göfugar
frásagnir af frelsishetjum eða draumóramönnum; á meðan klukku Þing-
vallakirkju er hringt til moldar undir lok sögunnar ráfa vísindamenn og
skáld um staðinn í hugarburði sínum: „Það eina sem gerir þá mennska er
bleikjan og mjólkin sem þeir borga fyrir heima í bæ“ (239). Þannig minnir
Björn okkur á það að eitt sinn var háð „raunveruleg lífsbarátta“ á Þingvöll-
um, stað sem í hugum margra er nú orðinn að innantómu tákni sem okkur
er um megn að gæða merkingu. Sagan er á vissan hátt liðin, staðurinn ekki
annað en minning þegar sú hugmynd rómantíkera að endurreisa Alþingi á
Þingvöllum fer á flug: „En þá verður það skrýtilega andvægi á pundara
sögunnar, að þeim mun aumari sem sveitin verður í mannlífsins veruleik,
þeim mun meira fara skáld og lærdómsmenn að ímynda sér þennan stað í
skýjadraumum“ (238). Og ef til vill er eitthvað í þeirri hugsun sem hittir
okkar eigin samtíma í hjartastað, í þeim skilningi að íslandssagan virðist nú
hafa numið staðar, að minnsta kosti ef við berum framvindu hennar saman
við ólöglegan hraða veraldarsögunnar. Hraunfólkið sýnir okkur þrátt fyrir
hina sögulegu framvindu kyrrstæða veröld utan við þau hugmyndakerfi
sem liggja túlkun okkar á sögunni oftar en ekki til grundvallar, kerfi á borð
við upplýsingu og rómantík. Sagan dregur fram nokkrar mannverur sem
heyja harða lífsbaráttu og eiga erfitt með að skipuleggja líf sitt í samræmi
við hugmyndir valdsins um einkalíf og napran boðskap rétttrúnaðar.
Hringsól lífs og dauða verður að goðsögulegu mynstri þar sem framvindan
á sér þrátt fyrir allt æðri merkingu: líf tekur við af dauða þótt súlur bresti
undan lágum tjaldhimni Þingvallasveitar.
II. í landi dauðans
Böðvar Guðmundsson: Híbýli vindanna
Þar sem saga Björns hverfist um sálarlíf presta á fyrri hluta nítjándu aldar
og leitast við að tákngera raunir þeirra innanfrá nálgast Böðvar Guð-
mundsson söguefni sitt úr fjarlægð og minnir okkur þannig ef til vill á lyg-
ina sem fylgir hverri tilraun til að segja sannleikann. Form sögunnar er
kunnuglegt: sögumaðurinn kemst í bréf forfeðra sinna í gömlum skókassa