Andvari - 01.01.1996, Side 153
ANDVARI
OFBELDI TÍMANS
151
menn. Slíkar söguhetjur segja sig úr lögum við samfélag; smíða sér ímynd-
aðan heim sem er utan allra skilyrða. Lífið verður fyrir þeim bábilja eða
villuljós, þær einblína á heim eða tilvistarform sem samræmist ekki hugsun
góðborgaranna; grafa undan rótföstum gildum, glotta framan í eilífðina.
Astand þeirra verður oft ekki kennt við annað en stundlegt æði eða sturl-
un; þær skynja heiminn á annan hátt en allir aðrir og örlög þeirra verða í
samræmi við það: þær glatast eða ganga í björg, fullveldi þeirra breytist í
ósigur, örvæntingu eða dauða.
Skáldsaga Kristjáns Kristjánssonar, Ár bréfberans, ber keim af slíkum
hugmyndum sem voru algengari í íslenskum skáldsögum í upphafi aldar-
innar en á síðustu áratugum. Nægir að nefna Vefarann mikla frá Kasmír
eftir Halldór Laxness í því samhengi. í sögu Kristjáns er sagt frá ungum
manni sem telur sig hafa sigrast á dauðanum eftir að hafa komist í návígi
við hann í hörmulegu slysi og fullvissar sig um að hann geti af þeim sökum
gerst höfundur eigin örlaga. Eftir það verður hann ekki samur. Reynslan
leysir upp fyrra sjálf; dauðinn verður að þráhyggju sem gerir lífið skiljan-
legt og gefur söguhetjunni tilgang sem felst fyrst og síðast í því að endur-
upplifa erótíska reynslu „dauðastundarinnar“. Dauðinn verður ekki aðeins
markmið eða telos heldur forsenda lífsins: til þess að lifa verður maður að
sigrast á dauðanum. Hann verður að nauðsynlegum lífsförunauti eða ljóð-
rænum kjarna. Eftir slysið horfir söguhetjan á líf sitt baðað skæru ljósi
dauðans og hverfur um leið inn í eigin hugarheim sem einkennist af sam-
spili erótíkur og dauða.
Viðfangsefni þessarar sögu er í raun hið þverstæðukennda eðli dauðans;
sú staðreynd að hann birtist okkur í senn sem endanlegt takmark og við-
miðunarpunktur á hverju einasta augnabliki. Við nálgumst hann með
hverjum degi sem líður á sama tíma og við vitum að hann er á vissan hátt
þegar til staðar. í túlkun okkar verður hann að framtíð sem leggur nútíðina
í rúst. Dauðinn leiðir í ljós hina sönnu merkingu tímabundinnar tilveru
okkar; án hans væri vera okkar í tímanum merkingarlaus, stefnulaust flökt
á eyðisandi eilífðarinnar.9 Bréfberinn Jónas Jóhannsson gerir þessa hugsun
að sinni og nær valdi á dauðanum með því að takast á hendur guðlegt vald
og ákveða sitt eigið dánardægur: „Eftir að ég ákvað dauða minn gat ég
haldið áfram að lifa. í fyrsta skipti, á afmælisdaginn minn, þegar ég komst
að raun um að ég var fær um að taka mitt eigið líf, komst ég líka að því að
ég var fær um að lifa. Ég gaf mér líf. Og lífið varð aftur merkilegt og til-
gangsríkt. Ekki bara nöfnin tóm“ (102).
Kristján finnur sögu sinni kunnuglega formgerð. Söguhetjan færir líf sitt
til dagbókar árið eftir slysið og kemur hún fyrir sjónir lesandans sem skáld-
saga. Dagbókin verður fyrir skemmdum er hann flytur að heiman í for-
stofuherbergi í íbúð Erlu, krabbameinssjúkrar miðaldra konu sem hann