Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1996, Page 158

Andvari - 01.01.1996, Page 158
156 EIRIKUR GUÐMUNDSSON ANDVARI um til að finna skáldsögu sem virkjar og endurnýjar sýn okkar á íslenska náttúru á jafn velheppnaðan hátt og saga Steinunnar gerir:14 Hálfu dalimir fullir af silfurbergi, jaspis, geislasteinum, bergkristöllum, steingerv- ingum. Þegar sólin skín á svoleiðis dal þar sem 21 lækur skoppar milli stalla, grefur tígla í landið, og rennur svo poppaður klassískur djassaður um dalinn, þar sem birkið angar, smjörlaufið fitnar, og ungar verða fleygir, þá biður dauðlegur sjúkraliði ekki um meira. (294) Samspil lands og sjálfsveru verður aldrei tilgerðarlegt þótt unnið sé með hugmyndir um náttúruna sem táknræna umgjörð eða ramma utan um sál- arlíf sögupersóna: „Enginn veit hvar hún er, ekki nákvæmlega hvar gígur- inn er, hvar það er sem gosin þrykkja sér upp. Ógerlegt að staðsetja ná- kvæmlega, eins og gígana á eldfjallasvæðum sálna“ (75). Nærvera skyld- fólks Hörpu fyrir austan og fegurð landsins renna saman í eitt; mörkin milli bókmenntaforma, milli persónulýsinga og náttúruljóða, eru við það að hverfa, eins og í þessari lýsingu á Dýrfinnu, ljósmóður sögunnar og móður- systur Hörpu: „Breiða slétta andlitið hefur útgeislun eins og í málverki eftir niðurlenskan birtusmið á sextándu öld, og hárið er geislabaugur úr silfri“ (335). Söguhetjan Harpa Eir fellur í örvæntingarfullri tilraun sinni til að bjarga eigin lífi á flótta illa inn í þá heilnæmu mynd sem dregin er upp af náttúru og skyldfólki hennar í landinu fyrir austan sól og er það í samræmi við þann frasa sögunnar að það fæðist allt mögulegt. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að gera hana að þeirri nöðru í Paradís sem hún sér í hryggðarmynd dóttur sinnar Eddu. Edda er engu að síður sú persóna sög- unnar sem verður fyrir hvað mestum áhrifum af ættmennum sínum með því að brjótast út úr dýrshamnum og verða mennsk þegar hún kemst í ná- vígi við heilleika þeirra og uppbyggilega lífssýn; það er í aftursæti pallbíls- ins sem hún er sá skæruliði og skrímsli sem móðir hennar sér í henni. Sagan skilur við hana á hestbaki þar sem öll vitleysa er sennilega lekin af henni eins og bráðið smér, svo vitnað sé til Dýrfinnu (sjá 104). Sjálf segist Harpa vera „komin þangað í lífinu sem enginn er sá sem hann er“ (320) og í Ijósi þeirra svika sem liggja í loftinu í lok sögunnar fá þessi orð aðra merkingu en hún ætlar þeim. Sögunni lýkur á því að hún er orðin önnur en hún var, ný manneskja og vel til fundin, eins og hún orðar það sjálf (sjá 365). Hásk- inn felst í því að hún álítur sig úr allri hættu ef svo má að orði komast, öll frásagnarbrotin hafa fallið saman í eina mynd, skáldsagan hefur fullkomn- að blekkingu sína og skapað stórkostlega umgjörð utan um heildstæða sjálfsveru sem þó virðist í lok sögunnar ætla að falla fyrir síðustu freisting- unni og skjóta sér aftur á byrjunarreit. Á sama hátt og hin edeníska eyðimörk einsetumannanna á tímum frum-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.