Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 9
BALDUR JÓNSSON
Ölfus
I
•• ,
OLFUS er sem kunnugt er nafn á sveit í Arnessýslu, og mun það
orð vera aS öSru leyti óþekkt nema þá sem liSur í samsettum
nöfnum.1 Þetta einkennilega nafn, sem öldum saman hefir veriS
mönnum óskilj anlegt, verSur aSalviSfangsefni þessarar ritgerSar.
En áSur en fariS verSur aS glíma viS nafniS sj álft, er rétt aS glöggva
sig betur á því, hvaS kallaS er og kallaS hefir veriS Ölfus.
Þorvaldur Thoroddsen segir, aS Olfus takmarkist „aS sunnan af
sjó og Ólfusárósum, aS vestan af SelvogsheiSi, aS norSan af fjalls-
hlíSum ReykjanesfjallgarSs, aS austan af Ölfusá, og nær nokkur hluti
1 Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi getur þess að vísu í ritgerð sinni, „Ölfus
= Álfós?“ Tímarit Hins íslenzka bókmenntafjelags, XVI (1895), 166 nm., að
„lítil grasspilda fyrir vestan túnið á Stað í Grindavík" heiti Olfus. Telur hann,
að það geti ekki staðið í neinu sambandi við Ölfussveit, „nema ef einhver hefir
fundið hjá sjer hvöt til að láta þenna stað heita í höfuðið á henni“. — Beint
samband hlýtur þó að vera þar á milli. En Brynjúlfur taldi sennilegra, „að kots-
nafn, svo sem Álfhús, eða eitthvað líkt, hafi þar breyzt í Ölfus“. Óvíst er, að
þarna hafi kot verið, og *Álfhús liefir það a. m. k. ekki heitið. llljóðfræðilega
séð gæti það að vísu staðizt, að *Alfhús hefði breytzt í Ölfus, en þá þarf breyt-
ingin að vera frá fyrstu öldum íslandsbyggðar. Eignarfallssamsetning, *ÁIfshús,
hefði og verið eðlilegri, og loks væri undarlegt, að svo auðskilið samsett nafn
hefði orðið fyrir breytingum. — Þorvaldur Thoroddsen nefnir Ólfusvatn sem
stærsta stöðuvatn á Skagaheiði (Lýsing Islamls, I (Kaupmannahöfn 1908),
352). Er hér áreiðanlega urn misskilning eða rugling að ræða. Fyrri liðurinn
er að réttu lagi mannsnafnið Ölvir (Ölver). Uppdráttur Islands hefir tvö vötn
á Skagaheiði með nafninu Ölvesvatn (Aðalk., bl. 4. Miðnorðurland. 1:250 000),
og svo nefnir Hallgrímur Jónasson þau (Skagafjörður (Árbók MCMXLVl;
Ferðafélag íslands), 131). — Sama máli gegnir eflaust uin Ölfustjörn upp af
Löngufjörum í Miklaholtshreppi. Nafnið er þannig ritað á Uppdrœtti Islands
(Aðalkort, bl. 2. Miðvesturland. 1:250 000).