Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 18
16
BALDUR JÓNSSON
fullyrða, að breytingasaga orðsins hafi verið þannig, og telur sig
skorta þekkingu á fornmálinu til að geta fullyrt nokkuð um það. En
hann telur „víst, að þeir, sem betur kunna, geti sannað það málíræð-
islega, að orðið Ölfus sje ummyndað úr orðinu Álfós (= Álfs-
ós)“.20 Björn M. Ólsen hljóp nú undir bagga ineð Brynjúlfi og belr-
umbætli „breytingasögu orðsins“. Hann er sammála Brynjúlfi „um
það, að Olfusið dragi nafn sitt af Álfsósi þeim, sem Landn. nefnir“30
og enn fremur „að elsla nafn sveitarinnar hafi verið Alf (s)ósssveit
(eða Alj(s)óssherað, Alf(s)ósshreppr)“.31 Til samanburðar nefnir
hann, að Heklufell > Hekla, Auðkúlustaðir > Auðkúla o. fl.
Skýring Brynjúlfs fær bezt staðizt í þeim efnum, sem hann taldi
sig sérstaklega skorta þekkingu á. Hljóðsögulega séð er ekkert því
til fyrirstöðu, að Olfus sé < *Alfðs. En sú orðmynd kemur ekki fyr-
ir. í Landnámabók er höfð eignarfallssamsetning, Alfs ós,32 en þá
mynd vildi Brynjúlfur helzt skýra svo, að seinni afritarar hafi bætt
s-inu inn í. Hér er, að minni hyggju, farið aftan að hlutunum. Eign-
arfallssamsetningin er einmitt það, sem við mátti búast, og sú stað-
reynd, að Álfsós kemur fyrir í Landnámabók (ásamt nöfnunum Ölf-
usá og Ölfusvatn), bendir eindregið til þess, að það nafn hafi ekkert
breytzt, hvorki í *Alfós né Ölfus.33
Það er alþekkt fyrirbrigði, að landslags- eða náttúrunafn verður
byggðarnafn (sbr. Grafnings-nainið), og eru fjölmörg dæmi þess á
íslandi um nöfn á vogum, víkum, fjörðum, ósum o. s. frv., t. d. Sel-
vogur, Kópavogur, Grindavík, Aðalvík, Hornafjörður, Borgarfjörð-
ur, Blönduós, Iiofsós, svo að fáein séu nefnd af handahófi. Það hefði
því ekki verið óeðlilegt, ef nafnið á Ölfusárósi hefði færzt yfir á
byggðina við ósinn.34 En þessa einföldu lausn á málinu gat Brynjúlf-
28 Sama rit, 172.
30 Sama rít, 173.
31 Sama rít, 174.
32Landnámabók (1900), 123:10 og 230:3.
33 Þar sem saman lentu þrjú samhljóð í Áljsóss, var brottfall eins þeirra auð-
vitað vel hugsanlegt, en það hefði þá átt að vera /, ekki s (sbr. nútímafram-
burð).
34 Til dæmis um slíka þróun á Norðurlöndum utan íslands má nefna Aarhus