Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 79
SITTHVAÐ U M ORÐIÐ KVISTUR
77
tákna ‘afsniöna grein’, en þær voru notað'ar til þess að hengja á korn-
bundin, fisk, ber o. fl., sem þurrka skyldi. Af því fékk orðið tiltekna
tölumerkingu í Norðurlandamálum, venjulega merkinguna ‘20’.70
Orðið, sem samsvarar völur, hefir hins vegar fengið merkinguna
‘80’ í Norðurlandamálum.71
Engar heimildir eru um það, að orðið kvislur hafi táknað ákveð-
inn fjölda fiska (eða annars varnings), en merkingin ‘eign’, sem skýt-
ur upp kollinum í sambandinu í kvikum kvisti, gefur tilefni til að
láta sér til hugar koma, að orðið kunni að hafa táknað mælieiningu
(fjöldaeiningu I. Merkingarþróunin væri þá á þessa lund: ‘(afhöggv-
in) grein’ > ‘grein með ákveðnu magni af fiski’ (eða öðrum varn-
ingi) > ‘ákveðið magn’ (mælieining) > ‘eign’. Þrír fyrslu liðirnir
eru í samræmi við merkingarþróun orðanna sneis og völur í Norð-
urlandamálum. Breytingin ‘ákveðið magn’ > ‘eign’ er hins vegar í
samræmi við þróun orðsins alin (öln), þ. e. ‘mælieining’ > ‘eign’.
Ef þessar bollaleggingar eru réttar, ætti orðasambandið í kvikum
kvisti að vera fullskýrt.
Nú er vert að athuga, hvort þær merkingar orðsins kvistur, sem
nú hefir verið rætt um, þ. e. ‘mælieining’ og ‘eign’, geta skýrt upp-
70 F. Dyrlund lýsir merkingarþróun danska orðsins snes á þessa leið (Aar-
bfiger for nordisk Oldkyndighed og Historie 1885, 275—76):
Betydningernes udviklingsrække, for sa vidt den vedkommer os, bliver
i det væsenlige Í0lgende: 1) kæp, vidje, vánd ell. desl., 2) en sadan med
20 páhængte fisk af samme art, 3) 20 fisk eller af hvad andet (f. e. æg,
visse frugter), der hyppig ydes eller sælges snesevis, 4) 20 af samme art
overhovedet. Hvorved er at mærke, at begyndelsespunktet falder uden
for Danmark.
Um merkingu orðsins sneis í Norðurlandamálum er nokkuð rætt í Nordisk
kultur XXX, í sænsku, bls. 37—38 (Sam Owen Jansson), í norsku, bls. 123
(Asgaut Steinnes) og í dönsku, bls. 238 (Svend Aakjær).
71 F. Dyrlund farast svo orð (Aarhoger 1885, 288):
Udviklingsrækken bliver i det væsenlige:
1) val, vol, -ol (-’l): kæp; vánd.
2) — — (ol-) ol : en sádan med 80 páhængte sild.
3) 80 sild.
4) 80 æg.