Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 74
72 HALLDÓR HALLDÓRSSON
komast (upp) í hundrað,57 komast í heldri manna tölu, komast í
betri hœnda röð, komast í álnir o. s. frv.
Það fer vitanlega eftir því, á hvern hátt skilja ber orðið kvistur
eða -kvisti í orðtakaafbrigðunum, hver merking orðasambandsins
komast í á við. Munu því efni nú brátt gerð skil.
Þær merkingar orðasambandsins komast í, sem hér voru merktar
1—3), virðast ekki eiga við neina merkingu orðsins kvistur, sem
kunnar eru og raktar voru hér að framan, né heldur við merkingu
hvorugkennda orðsins kvisti. Er því sennilegt, að eitthvert þeirra
merkingarafbrigða, sem drepið er á undir 4. lið, sé hér á ferðinni.
Skulu nú ýmsir möguleikar ræddir.
Undir lið 4 a) voru talin sambönd eins og komast í œli. Hægt væri
að láta sér til hugar koma, að orðasambandið komast í kvist væri í
fyrstu haft um skepnur, sem væru á beit og næðu í þess konar æti.
Orðið kvistur væri þá safnheiti, og er vitaskuld ekkert því til fyrir-
stöðu og hefir raunar stoð í þeim stað úr Hamðismálum, sem áður
var að vikið (sjá bls. 67 hér að framan). Orðasambandið kom-
ast ekki í kvist við e-n hefði þá í fyrstu verið notað um samanburð
á tveimur skepnuhópum (ærhópum), þar sem öðrum heppnaðist
ekki að ná í (fá færi á að ná í) jafnmikið magn af kvisti og hinum.
Komast ekki í hálfkvisti (jafnkvisti) við e-n hefði þá á sama hátt
merkt ‘að ná ekki hálfu magni (jafnmiklu magni) af kvistum og ein-
hver annar’. Ef að þessari skýringu er hallazt, er eðlilegra að gera
ráð fyrir, að -kvisti (í hálfkvisti, jafnkvisti) væri hvk. þf. et. og
merkti ‘safn kvista, hrís’.
Merkingin, sem greind er undir 4 b), kemur ekki til álita, með því
að orðin kvistur og kvisti hafa aldrei haft hugræna merkingu í lík-
ingu við þau orð, sem þar eru talin (vinfengi, kunningsskapur, kœr-
leikar).
Ef gert er ráð fyrir merkingu 4c), koma tveir kostir til greina.
57 Sbr. og oft á kvöldin kossafjöldinn / komst í hundraS, svei mér þá. Carm-
ina canenda. Söngbók íslenzkra stúdenta (Reykjavík 1939), 38.