Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 20
18
BALDUR JONSSON
hugsar sér, að af nöfnunum Óljus, Óljusá, Ölfusvatn sé Öljusá elzt,
en Ölfus hafi molnað út úr samsetningu og orðið að byggðarnafni.
Ég hefi áður minnzt á, hve sennilegt það er. Þá mun það vera hrein
ágizkun, að Ölfusvatn sé < *Ölfossárvatn, og er ekki fjarska liklegt,
að sú breyting hafi átt sér stað fyrir daga Ara fróða. Frá merkingar-
legu sjónarmiði er varla hægt að hugsa sér meiri öfugmæli en kenna
Olfusá við fossa. Hún er sérstaklega lygn, eins og kunnugt er. Að
vísu bendir allt til þess, að Sogið hafi einnig heitið Ölfusá í önd-
verðu, en eins og áður var sýnt, var árheitið að langmestu leyti
bundið við vatnsfallið neðan Hvítár, og virðist því fráleitt, að það
eigi rætur að rekja til fossa uppi í Sogi. — Gerum samt ráð fyrir því,
að sú tilgáta sé rétt, að Ölfusá sé kennd við marga fossa. Hvernig er
þá nafnið myndað? Finnur gerir enga grein fyrir því. Líklegast hefir
hann hugsað sér, að áin hafi í fyrstu verið nefnd *alfossa 9.37 Verð-
ur þá að gera ráð fyrir lýsingarorði, sem ella er ókunnugt, og fleiri
afbrigðum. Öll skýringin verður þannig röð af ólikindum.
Matthías Þórðarson hefir einnig lagt orð í helg um uppruna nafns-
ins Ölfus,3S en það er mjög í sama anda og fyrrnefndar skýringar.
Nafnið Ólfusá er að hans hyggju elzt í fjölskyldunni, allt frá dögum
Ingólfs Arnarsonar, er hann dvaldist undir Ingólfsfelli, en Ölfus telur
hann hafa losnað úr samsetningu, t. d. *Ölfoss(árfhérað eða *Ölfoss-
sveil. Skýringu Finns Jónssonar hafnar hann ekki algerlega, en virð-
ist telja líklegra, að Ölfusá sé aðeins kennd við einn foss, er hafi
heitið *Ölfoss. Hann játar, að óvíst sé, við hvaða foss sé átt, en telur,
að komið geti til mála, að strengur sá í Ölfusá, sem nú heitir Seljoss,
hafi áður heitið *Ölfoss, enda hafi nafnið Ölfusá (Ölfossá) ætíð
haldizt á þessum hluta árinnar, en farið af hinum efra (Soginu).
Hann telur m. a. s. nöfnin Ölfoss og Selfoss „allmikið lík“ og dettur
í hug, að „hið síðara sé sprottið af misskilningi og afbökun á hinu
fyrra. Nýgert öl er skolljóst að lit (sbr. nafnið hvítöl) og hefur jök-
ulliturinn á vatninu i fossinum ráðið nafngjöfinni í fyrstu, er ölgerð
var stunduð, en selurinn síðar, er menn tóku að verða hans mjög
37 Sbr. Matthías Þórðarson, Þingvöllur, 67 nm.
38 Sama rit, 67 og 2. nmgr.