Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 38
36
BALDUR JONSSON
Þetta yfirlit sýnir, að os er hvorugkyns í sænskum mállýzkum, og
eina örugga undantekning'n, sem unnt er að benda á í téðum orða-
söfnum, er létt á metunum.
J Orðabók Sænsku akademíunnar (SAOB) er os talið hk. og jafn-
vel samkyns eða kk. „i vissa trakler“.lo:i Síðan eru sýnd nokkur
dæmi. Þar sem skorið verður úr um kynið, er os hk. En með tilvís-
unum er bent á tvo staði, þar sem os er samkyns. Fyrri staðurinn er
óvefengjanlegur (Landsm. 1:553; frá 1880).104 Hinn er orðabók
Sundéns.1 or> Þar er os að vísu talið kk., en þó er sagt, að það sé eins í
et. og ft. Dæmi eru ekki sýnd. Er því ekkert upp úr þessu leggjandi.
— I seðlasafni orðabókarinnar (SAOS) er os til á 40—50 seðlum,
en fleiri dæmi um os í samkyni er þar ekki að finna. Er því ekki ljóst,
hvað ráðið hefir orðalaginu „vissa trakter“. — Dæmið, sem sýnt er
um kdllos í SAOB, bendir til, að það sé lrk. (sjá 15. bindi (Lund
1939), K 3618).
Ornefni eru mikilvæg í þessu saml>andi, og er vitnisburður þeirra
á eina lund. Os kemur oft fyrir, bæði í samsetlum örnefnum og sjálf-
stætt. Oset er til á ýmsum stöðum sein sjálfstætt nafn (einkum í
vesturhluta landsins), enn fremur sem síðari liður í samsetningum
(-ose<).100 Sænskir örnefnafræðingar nota os ávallt í hvorugkyni.
handlingar. Fjarde följden. XII:3; Götcborg 1910), 59. 5. Nils Fr. Nilén, Ord-
bok öfver allmogem&let i Sörbygden (Bidrag till kannedom om Göteborgs och
Bohuslans fornminnen och historia; Stockholm 1879), 96. 6. .1. Svensson och V.
Ivarsson, Folkminnen och fblklivsskildringar jrán Glimákra socken i nordöstra
Skáne. Utg. av Gösta Sjöstedt (Svenska landsmál och svenskt folkliv, B. LIIl;
Stockholm (Lund) 1949), 95. 7. Ernst Wigforss, Södra Hallands folkmál. Ljud-
lára (Svenska landsmál och svenskt folkliv, B. XIII; Stockholm 1913—18), 370.
8. Adolf Noreen, Ordbok öfver Fryksdalsm&let samt en ordlista frán Vármlands
Álfdal (Uppsala 1878), 72.
503 Ordbok över svenska spráket, utgiven av Svenska akademien, XIX (Lund
1952), 0 1404.
104 Svenska landsm&l ock svenskt folklif, I (1879—81), 553.
100 D. A. Sundén, Ordbok öfvcr svenska spráket, II (Stockholm 1892), 196.
100 Ortnamnen i Göteborgs och Bolius lán, I (Göteborg 1923), 24; IV (1936),
72; IX (1940), 41; XI (1951), 70; XVIII (1938), 78; XX,1 (1943—1944), 8;
Ortnamnen i Álvsborgs lán, I. Inledning av Ivar Lundahl (Stockholm 1948), 67;