Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 31
OLFUS
29
ö er orðið til við hljóðvarp. Það hljóðvarp hefir ekki gerzt í þessum
orðlið sem sjálfstæðu orði, heldur einungis í samsetningunni, sem
urn er að ræða. Ella mætti búast við *oZ/- eða *0lj- sem þekktum
orðstofni.
Sérhlj óð síðara liðar hefir verið áherzlulaust og hefir verið lilj óð-
varpsvaldurinn. En -us getur ekki verið upprunalegt. Hér hafa ein-
hverjar hreytingar orðið. I ÁM 645 4to er ekki ritað «, heldur o,
enn fremur o í handritum íslendingabókar. Þetta er í fullu samræmi
við það, að áður var ritað o í áherzlulausum endingum, þar sem síð-
ar var ritað u. Ástæðan fyrir ritháttarbreytingunni mun ekki hafa
verið hljóðbreytingin o > u í áherzlulausum endingum, heldur sú,
að hið áherzlulausa endingarsérhljóð var fyrst eins að hljóðgildi og
áherzlusérhlj óðið /o/, en síðar eins og /u/ vegna breytingar, sem
varð í hljóðkerfi áherzluhljóða.80 Hið áherzlulausa endingarsér-
hlj óð, sem hér um ræðir, var af margvíslegum uppruna. Þarf ekki að
rekja það mál, því að sumar breytinganna eru bundnar við einstak-
ar fallendingar sumra nafnorðastofna og eldri en Islandsbyggð. Þær
koma auðvitað ekki til greina hér, því að sérhljóðið í -us (-os) er
ekki endingarsérhljóð að uppruna, heldur hlýtur það að vera stofn-
sérhljóð nafnorðs, sem líklegast hefir verið þekkt samnafn á land-
námsöld. Sú breyting, sem sennilegast er, að hafi átt sér stað, er stytt-
ing vegna áherzluleysis. Upphaflega hljóðið hefir þá verið u eða ö.
Ef gert er ráð fyrir hinu fyrra, verður þó erfilt að koma skýringunni
i höfn. Helzt mætti hugsa sér síðara liðinn -hús og h hafi fallið brott
i upphafi síðara hluta samsetts orðs, en það er alkunn breyting. Sú
breyting var þó engin nauðsyn í samsettu orði, og af merkingarleg-
um ástæðum er þessi leið lítt girnileg. Yerður því að athuga hinn
kostinn nánara, að -us (-os) sé < *ös, en það er sú lausn á málinu,
80 Þetta er skýring Hreins Benediktssonar, sem hann heíir sett fram i ýmsum
dtgerðum, fyrst í „The Vowel System of Icelandic ...“, 286 og 291. Sjá einnig
ritgerð hans „Óákv. forn. nokkur, nokkuð", Lingua Islandica — íslenzk tunga,
III (1961—62), 20; en einkum „The Unstressed and the Non-Syllabic Vowels
°f Old Icelandic" (sbr. 76. nmgr. hér að framan).