Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 81
SITTIIVAÐ UM ORÐIÐ KVISTUR
79
við or'ðtakinu komast í álnir, sem leitt er af kvislur í merkingunni
‘eign’. Að komasl ekki í kvist við e-n ætti þá að merkja ‘að komasl
ekki yfir jafnmiklar eignir og e-r’. Að komast ekki í hálfan kvist við
e-n merkti þá á sama hátt ‘að komast ekki yfir helming eigna miðað
við e-n’. Iiáljkvistur merkti samkvæmt því ‘hálf eign’ og jafnkvistur
‘jöfn eign’ og flt. í samræmi við það ‘hálfar eignir’ og ‘jafnar eignir’.
Að komast ekki í hálfkvisti (jafnkvisti) við e-n væri því ‘að komast
ekki yfir hálfar (jafnar) eignir og e-r’.
Hér hafa verið ræddir ýmsir möguleikar til skýringar á orðtökum,
sem orðið kvistur kemur fyrir í. Að öllu athuguðu virðist mér síðasti
sem um 1200, er land er reitt í Gloucester á Englandi, að breidd 30 fet
„iuxta ferratam virgam Regis“, sbr. F. W. Maitland, Domcsday Book
and Beyond, p. 430, not. 6. Mun örugglega vera um álnastikur að ræða
í tilvitnuninni, sem er úr Gloucestcr Corporation Rccords, ed. Stevenson,
p. 80. Á meginlandinu er einnig algeng þessi merking.
Að scgja í kvikum kvisti er því sama og að segja í kvikum álnum.
Heimildirnar þrjár frá miðöldum, eða 12.—13. öld, eru allar kirkjuleg-
ar. Það er bagalegt að hafa ekki tiltækan latneska textann, sem Ileilag.
II, 196“4 og Mar. 104923 eru þýddar úr, til samanburðar.
í enskum og frönskum heimildum er virga og liaft mn stangarmál til
að mæla með akra, er þó eru taldir í einingu, er nefnist virgata. Síðara
orðið samsvarar merkingarlega enska orðinu yard eða þýzka orðinu
Gert. f engilsaxnesku er það gierd, gyrd, sbr. orðabækur og F. W. Mait-
land, op. cit. p. 446.
Það cr eftirtektarvert, að merkingin ‘grein’, ‘kvistur’ hefur fyrnzt í
notkun orðsins yard í ensku, en sú mcrking liggur til grundvallar mæli-
einingunni. f fleiri málum kemur fyrir mælieining, sem upphaflega
mcrkir ‘grein’ eða ‘stöng’, svo sem í spænsku og portúgölsku vara, sem er
eins á latínu. Ur henni mætti og nefna pcrtica, sem var 10 fet, pedcs, að
lengd. En á Englandi var pertica haft fyrir gyrd á landi, sbr. F. W. Mait-
land, op. cit. p. 435 og 436, not. 1 o: tres perticas — þreo gyrda.
Á Norðurlöndum öllum, nema íslandi, að því er virðist, hafa akrar
verið mældir með stöngum, sbr. NK XXX, Mátt och vikt,
f íslenzku virðist lcvistur þó ekki standa í bcinu sambandi við yard,
heldur virga sem samnefni fyrir ulna.
Ef þessar bollaleggingar próf. Magnúsar eru réttar, er merkingin ‘alin’ i orð-
inu kvistur tökumerking.