Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 43
OLFUS
41
saman á svæðinu milli Gautelfar, Raumelfar og Eystri-Dalelfar (eða
a. m. k. Klarelfar á Vermalandi), og er ekki unnt að benda á neitt
annað svæði, þar sem svo hefir háttað til. Má því ætla, að nafnið
Olfus sé þaðan ættað, og vill nú svo vel til, að þá ályktun má styðja
enn sterkari rökum.
Hvorugkynsorðið elveos er vel þekkt austanfjalls í Noregi, en nær
aÖeins skammt norður eftir austast í landinu. Þá skiptir os um kyn.
Mörkin virðasl vera sunnarlega á Heiðmörk, ef marka má af örnefn-
um. Osen er til skammt sunnan við Elverum, en Nœroset milli Lille-
hammer og Hamar. í Svíþjóð er til örnefnið Álvos, eins og hrátt
verður vikið nánara að. Taldi ég því víst, að samnafnið iilvos væri
einnig til í sænsku, a. m. k. vestast í landinu. En þessa orðs hefi ég
leitað árangurslaust í öllum prentuðum orðabókum, sem mér hafa
verið tiltækar, mállýzkuorðahókum sem öðrum. Árós heitir yfirleitt
álvmynning á sænsku. — Við nánari athugun hefir nú samt komiö
í ljós, að orðið dlvos n. er til í sænskum mállýzkum. Skal nú gerö
nákvæm grein fyrir þessu atriði, því að hvort tveggja ber til, að það
skiptir skýringu 0//w5s-nafnsins niiklu máli og orðið alvos hefir
aldrei komizt í prentaða orðabók, svo að ég viti.
í orðasafni því, sem Institutet för ortnamns- och dialektforskning
i Göteborg ræður yfir, hefi ég fundið 7 dæmi um orðið alvos, öll úr
Bohusléni. Skulu þau nú rakin hér. Ártal innan sviga táknar söfnun-
arár.
(D æ/vos121a n. ‘stridt vatten, dár is ej bildas’. Bullarens hd, Naverstads
sn (1900).
(2) æ/vos n. ‘alvmynning’. Bullarens hd, Mo sn (1918).
(3) æ/vos n. ‘stritt vatten vid álvmynningen, dár is ej bildas’. Sotenás
hd, Tossene sn (1931—32).
(4) æ/vos ‘stálle dár en sjö rinner i en álv’. Tanums hd, Lurs sn (1933).
(5) æ/vos ‘stálle dár en álv mynnar ut i en sjö’. Sörbygdens hd, Sanne
sn (1934).
(6) æ/vos ‘mynning av S’. Kville hd, Kville sn, Accession nr 1679, s. 7
(1935).
I21a [í þessu og eftirfarandi dæmum úr sænskum mállýzkum er notuð' miklu
e*nfaldari hljóðritun en tíðkast f sænskri mállýzkufræði. Skáletrað / táknar
l’ykkt / og skáletrað o langt sænskt o. — Ritstjóri.j