Íslenzk tunga - 01.01.1963, Page 68
66
HALLDÓR IIALLDÓRSSON
þykir sem enginn komist í jafnkvisti við þá í þeim smíðum.31’
Þótt hann álíti hann ekki komast í jafnkvisti við Pál Ólafs-
son.40
#
Orðtök þau — eða orðtakaafbrigði — sem hér um ræðir, eru tor-
skýrð og á ýmsan hátt erfið viðfangs. Eg gerði tilraun til þess að
skýra uppruna þeirra í Islenzkurn orðtökum (1954) og taldi þau
dregin af afkvistun hríss til kolagerðar,41 en ýmsir munu hafa talið
og telja, að þau séu dregin af skógarhöggi. Ég er nú engan veginn
sannfærður um skýringu mína frá 1954 og raunar ekki alls kostar
um neina skýringu á þeim. Ég mun hér ræða ýmsa inöguleika, sem
til greina koma til skýringa á orðtakaafbrigðunum. Báðar fyrr
greindar skýringar eru reistar á þessum forsendum:
1) að afbrigðin kornast ekki í hálfkvisti við og komast ekki í jafn-
kvisti við séu upprunalegri en komast ekki í kvist við, og
2) að -kvisti (í hálfkvisti og jajnkvisti) sé verknaðarnafn af sögn-
inni kvista og tákni ‘afkvistun, afkvistingu’.
Um fyrri forsenduna er það að segja, að hún verður hvorki sönn-
uð né afsönnuð. En hafa ber í huga, að afbrigðið komast ekki í kvist
við er bókfest alimiklu fyrr en hin afbrigðin (um J>að bil öld fyrr).
Ekki verður þó sagt, að þetta skeri úr um Jiað, hvort upprunalegra
sé, því að vel kann ungt afbrigði að komast fyrr á bók en gamalt,
þótt gera verði ráð fyrir hinu sem meginreglu. Meira máli virðist mér
skipta í þessu sambandi, að afbrigðið lcomast eigi meir en í hálfan
kvist við er eins konar millist'g, sem brúar bilið milli kvist og hálf-
kvisli. Mætti því láta sér til hugar koma, að þróunin hafi verið þessi
um stofnorð afbrigðanna: kvist — hálfan kvist — hálfkvisti. A sama
hátt mætti gera ráð fyrir þróuninni kvist — *jajnan kvist —• jafn-
kvisti, þótt ekki finnist dæmi um millistigið.
39 Skírnir 1888, 19 (OH).
40Sagnaliver Skúla Gíslasonar. Sigurður Nordal gaf út (Reykjavík 1947),
bls. x (SN) (OH).
41 Ilalldór Halldórsson, íslcnzk orðtök (Reykjavík 1954), 222 og 258.